Réttlætismál að komast í gegn
11.5.2008 | 21:10
Það ber að fagna þessari yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar, sem kemur eftir mikla pressu frá stjórnarandstöðunni.
Þrátt fyrir þá pressu ber henni, Valgerði Bjarnadóttur og Samfylkingunni heiður og hrós fyrir að þetta réttlætismál, skuli vonandi komast í gegn, enda stríðir það gegn réttlætiskennt rétthugsandi fólks. Sem dæmi um það flaug ályktun á síðasta flokksþingi Framsóknar um að allir landsmenn skuli búa við sambærileg lífeyrisréttindi og að afnema beri sérréttindi alþingismanna í gegn með lófataki.
![]() |
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta væri skárra ef samkeppni á matvælamarkaði væri raunveruleg
11.5.2008 | 10:29
Sú ógn sem bændur telja að stafi af þessum breytingum, sýnir enn og aftur afleiðingar þess að samkeppnisyfirvöld hafa ekki staðið vaktina nægjanlega á matvörumarkaði og leyft tvíhöfðaástandi að þróast. Stærstu mistökin voru líklegast að heimila Baugi að kaupa 10-11, sem var sjálfstætt fyrirtæki sem var í bullandi vexti.
Svo má heldur ekki gleyma því að sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ýtt undir þessa þróun með því að halda samvinnufyrirtækjum frá stærsta markaði landsins með því að úthluta þeim ekki lóðum til verslunarreksturs.
Þótt fákeppni sé líka reyndin á hinum Norðurlöndunum er einn stóur aðilana á þeim markaði samvinnufyrirtæki, sem horfir ekki blint á hagnað, og því er matvörumarkaðurinn þar í eðlilegri farvegi.
Ef samkeppnin væri eðlileg, þyrftu bændur ekki að hafa eins miklar áhyggjur af þessum breytingum en ella. Nóg er nú samt.
![]() |
Bændur uggandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |