Réttlætismál að komast í gegn

Það ber að fagna þessari yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar, sem kemur eftir mikla pressu frá stjórnarandstöðunni.

Þrátt fyrir þá pressu ber henni, Valgerði Bjarnadóttur og Samfylkingunni heiður og hrós fyrir að þetta réttlætismál, skuli vonandi komast í gegn, enda stríðir það gegn réttlætiskennt rétthugsandi fólks. Sem dæmi um það flaug ályktun á síðasta flokksþingi Framsóknar um að allir landsmenn skuli búa við sambærileg lífeyrisréttindi og að afnema beri sérréttindi alþingismanna í gegn með lófataki.


mbl.is Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ægir. Það hefur því miður sjaldan verið tækifæri til þess að hrósa þeim flokki, sem svo miklar væntingar voru bundnar við. En í þessu máli ber henni hrós og vísun mín í flokksþing Framsóknar var einvörðungu lýsing á því hvernig grasrót þess flokks tók afgerandi afstöðu til máls sem þingmenn hans höfðu stutt og þar með lýsing á því hversu mikið það snertir réttlætiskennd hugsandi fólks.

Gestur Guðjónsson, 11.5.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gestur, þú tekur eftir því að ISG er að reyna að slá sig til riddara með því að tala um að afnema áunnin réttindi.  Hvernig í ósköpunum ætlar hún að gera það?  Slík réttindi eru stjórnarskrárvarin.  Ég sé ekki alla taka því þegjandi og hljóðalaust að missa 4-500 þúsund af mánaðarlegum lífeyrisrétti sínum.

Marinó G. Njálsson, 11.5.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Sævar Helgason

Gestur !

  Ég held að þú sért rétt að byrja að hrósa Samfylkingunni.  

Sævar Helgason, 11.5.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Fyrirgefðu Ægir, þú ættir að rifja upp málflutning Samfylkingunnar þegar hún var í stjórnarandstöðu áður en þú kvartar yfir núverandi stjórnarandstöðu. Það er einnig áhugavert að þú skulir vera áhugamaður um að halda íhaldinu við völd.

Marinó. Það er reyndar undarlegur vinkill hjá henni og lýðskrumslykt af því, en það mun heldur ekki komast í geng, heldur hitt réttlætismálið og ber Samfylkingunni þökk fyrir.

Sævar, þakka ber það sem vel er gert.

Gestur Guðjónsson, 11.5.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef þú ert stoltur af því að hafa afnumið frítekjumark 70 ára og eldri, óháð innkomu, útgjöld sem aðallega fara til aðila sem eru með trygga innkomu, í staðin fyrir að tryggja lágmarksframfærslu allra aldraðra þá þú um það.

Gestur Guðjónsson, 12.5.2008 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband