Er ríkisstjórnin óstarfhæf eða eru atvinnumál á Norðurlandi ekki mikilvæg?

Bakkaúrskurður Þórunnar Sveinbjarnardóttur kom forsætisráðherra á óvart. Það getur þýtt tvennt; að ríkisstjórnin sé óstarfhæf og geti ekki rætt mikilvæg málefni eða að Þórunn meti atvinnumál á Húsavík ekki mikilvæg, því í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands stendur:

2. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.

Ekki trúi ég því að ráðherra brjóti stjórnarskrá, enda liggur fyrir drengskaparheit þar að lútandi.


mbl.is Úrskurðurinn ónauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljarðs landsbyggðarstyrkur fer á Reykjanesið í stað Húsavíkur

Á eftir að kynna mér sjálfan úrskurð umhverfisráðherra, en nú er ljóst að ráðherra iðnaðarmála, sem er um leið ráðherra byggðamála hefur engan annan möguleika en að úthluta Helguvíkurálverinu þeim losunarheimildum sem eftir er að úthluta. Kapphlaupinu milli Húsavíkur og Helguvíkur er nær örugglega lokið með úrskurði Þórunnar Sveinbjarnardóttur.

Húsavíkurálverið þarf því að kaupa sínar losunarheimildir á markaði.

Þessar heimildir eru rúmlega milljarðs króna virði eins og ég hef áður bent á, en ríkisstjórnin tók þá undarlegu ákvörðun að gefa losunarheimildirnar, sem er takmörkuð auðlind í eigu þjóðarinnar. Ég sem hélt að menn hefðu lært eitthvað af fiskveiðikvótakerfinu!

Með fullri virðingu fyrir Reykjanesbæ, sem hefur nýlega fengið mannvirkin á Keflavíkurflugvelli sem óvæntan byggðastyrk, er rétt að styrkja þá byggð aukalega um milljarð á ári en láta Húsavík þurfa að borga milljarð á ári?


mbl.is Undirbúningur skemmra kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband