Valdarán í undirbúningi?

Ég fagna því að ASÍ og SA séu að ræða saman um landsins gagn og nauðsynjar á ábyrgan hátt.

Ríkisstjórnin virðist nota fundi sína í eitthvað annað. Þrátt fyrir mikinn fagurgala hefur hún ekki einu sinni tekið sig saman í andlitinu til að kalla þessa aðila á sinn fund. Reyndar einu sinni í kurteisismóttöku, þar sem engar umræður áttu sér samt stað, heldur hlustuðu ráðherrarnir þegjandi á fundargesti sína, drukku te og hafa greinilega gleymt að taka glósur.

Það er líklegast eftir að hafa horft upp á það allt sem Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ segir að enn sé langt í þjóðarsátt. Það er sorglegt að sjá að ASÍ og SA þurfi í rauninni að fremja valdarán, með því að stilla ríkisstjórninni upp við vegg með sínum kröfum um hvað hún eigi að gera í efnahagsmálum og enn sorglegra að maður hefur bara veika von að ríkisstjórnin geti komið sér saman um að verða við kröfum þeirra.

Líklegast þarf að breyta um viðmælendur ASÍ og SA áður en eitthvað gerist...


mbl.is Ennþá langt í þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers virði er stuðningur Jóhönnu Sigurðardóttur?

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra segir að hún hafi fullan skilning á launakröfurm ljósmæðra að þvi að fram kom hjá RÚV í kvöld.

Ef hún vill ekki vera talin jafn mikill blaðrari og sumir aðrir ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins sem hafa flúið eins mýs undanfarið, hlýtur hún að beita sér í málinu, enda ber hún ábyrgð á málinu ásamt öllum öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.

Eins og Siv Friðleifsdóttir benti á, að þegar BSRB hefði í vor gert samninga við ríkið þá hefði ekki verið hægt að leiðrétta kjör kvenna. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefði sagt að það myndi reyna á stjórnarsáttmálann varðandi þetta mál.

Nú reynir sem sagt á stjórnarsáttmálann og treysti ég helst Jóhönnu til að láta til sín taka.

Annars var ég að heyra frá ljósmæðrum að fjármálaráðuneytið væri að undirbúa kæru á hendur þeim fyrir ólöglegt verkfall.

Það væri þá dálaglegt ef rétt reynist.


mbl.is Samningar tókust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband