Hvers virði er stuðningur Jóhönnu Sigurðardóttur?

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra segir að hún hafi fullan skilning á launakröfurm ljósmæðra að þvi að fram kom hjá RÚV í kvöld.

Ef hún vill ekki vera talin jafn mikill blaðrari og sumir aðrir ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins sem hafa flúið eins mýs undanfarið, hlýtur hún að beita sér í málinu, enda ber hún ábyrgð á málinu ásamt öllum öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.

Eins og Siv Friðleifsdóttir benti á, að þegar BSRB hefði í vor gert samninga við ríkið þá hefði ekki verið hægt að leiðrétta kjör kvenna. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefði sagt að það myndi reyna á stjórnarsáttmálann varðandi þetta mál.

Nú reynir sem sagt á stjórnarsáttmálann og treysti ég helst Jóhönnu til að láta til sín taka.

Annars var ég að heyra frá ljósmæðrum að fjármálaráðuneytið væri að undirbúa kæru á hendur þeim fyrir ólöglegt verkfall.

Það væri þá dálaglegt ef rétt reynist.


mbl.is Samningar tókust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhanna er ekki sjálfri sér lík þessa dagana. Hún veldur mér vonbrigðum. Hún af öllum!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2008 kl. 00:26

2 identicon

Heilir og sælir; Gestur - Axel Jóhann, og aðrir skrifarar !

Gestur minn ! Því er fljótsvarað. Einskis virði, því miður. Samfylkingarfólk eru ekki síðri ómenni, öðrum stjórnmálamönnum, sem dæmin sanna.

Með beztu þjóðernissinna kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband