Valdarán í undirbúningi?

Ég fagna því að ASÍ og SA séu að ræða saman um landsins gagn og nauðsynjar á ábyrgan hátt.

Ríkisstjórnin virðist nota fundi sína í eitthvað annað. Þrátt fyrir mikinn fagurgala hefur hún ekki einu sinni tekið sig saman í andlitinu til að kalla þessa aðila á sinn fund. Reyndar einu sinni í kurteisismóttöku, þar sem engar umræður áttu sér samt stað, heldur hlustuðu ráðherrarnir þegjandi á fundargesti sína, drukku te og hafa greinilega gleymt að taka glósur.

Það er líklegast eftir að hafa horft upp á það allt sem Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ segir að enn sé langt í þjóðarsátt. Það er sorglegt að sjá að ASÍ og SA þurfi í rauninni að fremja valdarán, með því að stilla ríkisstjórninni upp við vegg með sínum kröfum um hvað hún eigi að gera í efnahagsmálum og enn sorglegra að maður hefur bara veika von að ríkisstjórnin geti komið sér saman um að verða við kröfum þeirra.

Líklegast þarf að breyta um viðmælendur ASÍ og SA áður en eitthvað gerist...


mbl.is Ennþá langt í þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband