Er ASÍ gengið í Samfylkinguna?

Dagskrá aukaársfundar ASÍ sem haldinn er vegna alþingiskosninganna er með þeim hætti að hann gæti allt eins verið landsfundur eða framboðsfundur Samfylkingarinnar.

Yfirskrift fundarins er Hagur, Vinna og Velferð, meðan að yfirskrift landsfundar Samfylkingarinnar er Vinna og velferð.

Gylfi Arnbjörnsson, prófkjörsframbjóðandi Samfylkingarinnar flytur að sjálfsögðu ávarp, að því loknu fær formannsframbjóðandi Samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, orðið og seinna flytur Edda Rós Karlsdóttir Steinars Guðnasonar erindi.

Í leiðinni er Vigdís Hauksdóttir rekin úr starfi sem lögfræðingur ASÍ fyrir að vera í framboði fyrir Framsókn, meðan að yfirmaður hennar, Magnús Norðdahl, má gjarnan vera í framboði fyrir Samfylkinguna.

Ég held að það væri heiðarlegast að ASÍ lýsti því yfir að sambandið sé gengið á ný inn í Alþýðuflokkinn eða Samfylkinguna eins og flokkurinn heitir í dag.


mbl.is Verða að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískar ofsóknir ASÍ

Forystumenn ASÍ hefur margoft reynt fyrir sér í prófkjörum og framboðum fyrir Samfylkinguna. Nú bíður svo við að einn starfsmaður ASÍ, Vigdís Hauksdóttir, er í framboði fyrir annan flokk en forystunni virðist þóknast, en hún leiðir lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Þá er hún rekin.

Þeir forystumenn og starfsmenn ASÍ sem hafa setið á listum og boðið sig fram í prófkjörum fyrir Samfylkinguna hljóta þá að sjá sóma sinn í að hætta þegar störfum, en vera algerir ómerkingar ella.


Bloggfærslur 25. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband