Er ASÍ gengið í Samfylkinguna?

Dagskrá aukaársfundar ASÍ sem haldinn er vegna alþingiskosninganna er með þeim hætti að hann gæti allt eins verið landsfundur eða framboðsfundur Samfylkingarinnar.

Yfirskrift fundarins er Hagur, Vinna og Velferð, meðan að yfirskrift landsfundar Samfylkingarinnar er Vinna og velferð.

Gylfi Arnbjörnsson, prófkjörsframbjóðandi Samfylkingarinnar flytur að sjálfsögðu ávarp, að því loknu fær formannsframbjóðandi Samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, orðið og seinna flytur Edda Rós Karlsdóttir Steinars Guðnasonar erindi.

Í leiðinni er Vigdís Hauksdóttir rekin úr starfi sem lögfræðingur ASÍ fyrir að vera í framboði fyrir Framsókn, meðan að yfirmaður hennar, Magnús Norðdahl, má gjarnan vera í framboði fyrir Samfylkinguna.

Ég held að það væri heiðarlegast að ASÍ lýsti því yfir að sambandið sé gengið á ný inn í Alþýðuflokkinn eða Samfylkinguna eins og flokkurinn heitir í dag.


mbl.is Verða að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já merkilegt þetta.

Hefurðu svo tekið eftir því líka að ASÍ forystan stundar af miklum þunga alveg sama heittrúar ESB- trúboðið og Samfylkingin gerir.

En í hvaða umboði forustan fer fram með þessum hætti er mér hulin ráðgáta.

Meirihluti þjóðarinnar er andvígur ESB aðild, eins og marg hefur komið fram í skoðanakönnunum undanfarið.

Er ASÍ forystan þá bara með umboð frá forystumönnum Samfylkingarinnar eða er umboð þeirra kanski beint frá ESB forystunni í Brussel.

Skhyldi ASÍ forystan fá fjárstuðning frá áróðurs- og útbreiðslustofnun ESB. Kæmi ekki á óvart. 

Gunnlaugur I., 25.3.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þvílíkr bull og hræsni. Magnús Norðdahl hefur verið frambjóðandi Alþýðuflokksins/Samfylkingar um áraraðir. Þetta færir mann sanninn um hræsnina í Samfylkingunni sem talar um einkavinavæðingu sjálfstæðismanna o.fl. en sér ekki bjákann í eigin auga.

Það á ekki að líða þetta!!!!!

Guðmundur St Ragnarsson, 25.3.2009 kl. 10:31

3 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

ASÍ þarf engan fjástuðning frá Brussel verkalýðurinn borgar fínan skat til þeirra.

tekið úr lagagrein 34 ASÍ

"Árlegur skattur reiknast sem 7,4% af samanlögðum iðgjaldatekjum félagssjóðs
félaga og deilda innan hvers landsambands eða landsfélags"

Þetta þýðir t.d að VR borgaði ca. 75 milljónir árið 2008

Ágúst Guðbjartsson, 25.3.2009 kl. 11:22

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

og hámarksframlag lögaðila til stjórnmálasamtaka eru 300 þús!!!

Gestur Guðjónsson, 25.3.2009 kl. 11:23

5 Smámynd: Sigurður Árnason

Man það ekki en fór Bryndís Hlöðversdóttir í frí þegar hún fór í framboð fyrir Alþýðubandalagið (2. sæti) "og óháða" 1995? Hún var titluð lögfræðingur ASÍ sbr. vef Alþingis.

Sigurður Árnason, 25.3.2009 kl. 11:35

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Orð Gylfa í Kastljósinu í gær ríma við Evróputrúboð Samfylkingarinnar. Hann vill ólmur flytja inn evrur og atvinnuleysi til frambúðar.

Haraldur Hansson, 25.3.2009 kl. 13:06

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ekki aldeilis, veit af mörgu góðu Framsóknarfólki þarna, en framkoma forystunnar, sem skipuleggur þetta en ekki síðst framkoma Gylfa gagnvart Vigdísi er með ólíkindum.

Gestur Guðjónsson, 25.3.2009 kl. 21:14

8 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ætli Gylfi hefði lagt í að reka Vigdísi ef hún hefði verið karl?  

G. Valdimar Valdemarsson, 26.3.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband