Samfylkingin vill ekki álverið á Bakka
23.4.2009 | 11:39
Iðnaðarráðherra sagði nóg komið af álverum á Íslandi.
Þetta segir hann þrátt fyrir að hafa framlengt viljayfirlýsingu þess efnis að byggja eigi álver á Bakka.
Foringi Samfylkingarinnar í kjördæminu hefur heldur ekki staðið við sínar stuðningsyfirlýsingar.
Ísland hefur ekki efni á því að nýta ekki náttúruauðlindir á skynsamlegan hátt og það er ekki hægt að styðja framboð sem geta ekki staðið í lappirnar í nokkru máli.
![]() |
Ætla að slá skjaldborg um álversframkvæmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VG á móti öllu - nema heima
23.4.2009 | 09:46
VG hafa setið hjá við flestar afgreiðslur á Alþingi er varða olíuleit og vinnslu.
Eins hefur hreyfingin barist hatrammlega á móti öllum áformum um olíuhreinsistöð.
Yfirlýsing Kolbrúnar Halldórsdóttur um að hún sé á móti olíuvinnslu er í góðu samræmi við það.
Það er því í besta falli hjákátlegt að heyra hana núna tala um að það sé í góðu lagi að leita að olíu. Hún hafi aldrei greitt atkvæði gegn því. En hún hefur heldur ekki greitt atkvæði með því.
Er að vera ekki á móti að vera fylgjandi?
Nú þegar von er á störfum í heimasveit formannsins er allt í einu skipt um gír, eða réttara sagt minnt á að VG sé ekki í bakkgír í málinu. Bara hlutlausum. Er það trúverðugt?
Nei - Við verðum að nýta náttúruauðlindir með skynsamlegum hætti til að skapa verðmæti í formi matvæla, orku, unaðsstunda og annarra verðmæta.
Líka þar sem formaðurinn á ekki heima...
![]() |
Kolbrún segir þingflokk VG ekki hafa lagst gegn olíuleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsókn er einni treystandi til ESB viðræðna
23.4.2009 | 00:13
Framsókn telur að þjóðin eigi að taka afstöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga inn í ESB eftir aðildarviðræður.
Á þann hátt einan er hægt að taka málefnalega afstöðu til spurningarinnar um hvort ganga eigi inn í ESB.
Svarið má ekki byggjast á trúarbrögðum um inngöngu án skilgreindra skilyrða eins og hjá Samfylkingunni sem telur ESB aðild leysa allan vanda, þannig að íslensk stjórnvöld þurfi ekkert að gera framar, meðan VG og Sjálfstæðisflokkurinn vilja ekki ræða málið, heldur halda hausnum í sandinum áfram.
Framsókn hefur skilgreint hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt. Þau eiga sér öll fordæmi í aðildarsamningum annarra þjóða og skipta Íslendinga miklu máli.
- Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
- Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
- Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
- Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
- Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
- Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
- Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
- Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
- Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.
![]() |
Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |