VG á móti öllu - nema heima

VG hafa setið hjá við flestar afgreiðslur á Alþingi er varða olíuleit og vinnslu.

Eins hefur hreyfingin barist hatrammlega á móti öllum áformum um olíuhreinsistöð.

Yfirlýsing Kolbrúnar Halldórsdóttur um að hún sé á móti olíuvinnslu er í góðu samræmi við það.

Það er því í besta falli hjákátlegt að heyra hana núna tala um að það sé í góðu lagi að leita að olíu. Hún hafi aldrei greitt atkvæði gegn því. En hún hefur heldur ekki greitt atkvæði með því.

Er að vera ekki á móti að vera fylgjandi?

Nú þegar von er á störfum í heimasveit formannsins er allt í einu skipt um gír, eða réttara sagt minnt á að VG sé ekki í bakkgír í málinu. Bara hlutlausum. Er það trúverðugt?

Nei - Við verðum að nýta náttúruauðlindir með skynsamlegum hætti til að skapa verðmæti í formi matvæla, orku, unaðsstunda og annarra verðmæta.

Líka þar sem formaðurinn á ekki heima...


mbl.is Kolbrún segir þingflokk VG ekki hafa lagst gegn olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kolbrún er svekkt enda stjórnmálaferillinn á enda. Ég held nú ef sanngirni sé gætt að það séu ekki margir VG eða aðrir sem geta skrifað upp á þetta bull. Hins vegar er hollt að vera ekki með of miklar væntingar.

Finnur Bárðarson, 23.4.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband