Samfylkingin tapaði fylgi í kosningunum
27.4.2009 | 14:03
Íslandshreyfingin gekk inn í Samfylkinguna á dögunum. Því er eðlilegt að reikna kjörfylgi hennar með kjörfylgi Samfylkingarinnar frá árinu 2007.
Samkvæmt því tapaði Samfylkingin 0,24 prósentustigum frá síðustu kosningum og er því ekki sigurvegari kosninganna, heldur Vinstri græn, Borgarahreyfingin og Framsókn.
Lýðræðishreyfingin náði ekki einu sinni þeim fjölda sem skrifuðu á meðmælendalista framboðsins.
| 2007 | 2009 | Breyting |
Vinstri grænir | 14,35 | 21,68 | 7,33 |
Borgarahreyfingin | 0 | 7,22 | 7,22 |
Framsóknarflokkur | 11,72 | 14,8 | 3,08 |
Lýðræðishreyfingin | 0 | 0,59 | 0,59 |
Samfylking | 30,03 | 29,79 | -0,24 |
Frjálslyndi flokkur | 7,26 | 2,22 | -5,04 |
Sjálfstæðisflokkur | 36,64 | 23,7 | -12,94 |
![]() |
Kannanir langt frá kjörfylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er VG að nota ESB sem flóttaleið frá erfiðum ákvörðunum?
27.4.2009 | 10:26
Hin opinbera landsfundarsamþykkt VG í ESB málum var með þeim hætti að hreyfingin hefði auðveldlega getað samið við Samfylkinguna um aðildarumsókn að ESB.
Nú koma nýkjörnir þingmenn VG, sigurreifir og vígreifir og slá allt ESB tal út af borðinu og ganga mun lengra en landsfundarsamþykkt þeirra gefur tilefni til.
Ég held að þetta sé taktík hjá þeim til að komast hjá því að vera í ríkisstjórn sem þarf óhjákvæmilega að taka erfiðar ákvarðanir, sem ekki eru til vinsælda fallnar.
![]() |
Evrópumálin erfiðust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvort sprengir Jóhanna VG eða S?
27.4.2009 | 10:20
Ef Jóhanna ætlar að standa við orð sín um áframhaldandi stjórnarsamstarf, hefur hún um þrjá kosti að velja.
- Að gefa eftir í ESB málum og eiga á hættu alvarlegan klofning eða flótta úr Samfylkingunni
- Að halda ESB málum til streitu í stjórnarsamstarfi við VG og eiga á hættu að VG springi innanfrá, eins og gerðist í R-listanum
- Að svíkja loforð sitt um vinstristjórn og mynda OSB stjórn.
Þannig að Jóhanna stendur frammi fyrir erfiðum kostum.
![]() |
Ljóst að kjósendur óska eftir aðildarviðræðum við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |