Samfylking og VG mega ekki semja um aðild að ESB !!!

Þrátt fyrir að ég vilji að sótt verði um aðild að ESB og samið verði um varanleg ákvæði í aðildarsamningi sem borinn yrði undir þjóðina eftir vandaða upplýsingu, kemur ekki til greina að treysta Samfylkingu og VG fyrir þvi að leiða þá vinnu. Þessir flokkar munu aldrei ná ásættanlegri niðurstöðu.

Kosningaauglýsingar Samfylkingarinnar voru á þá leið að þjóðin ætti að ráða, en strax á eftir voru kostir ESB aðildar prísaðir á þann hátt að augljóst er að Samfylkingin vill inn í ESB, þrátt fyrir að hafa ekki skilgreint hvaða atriðum hún geti ekki veitt afslátt á. Þau vilja bara inn, enda mun það leysa nánast öll vandamál þjóðarinnar í þeirra huga.

Formaður VG sagði aftur á móti í kosningabaráttunni að þeir væru á móti aðild en þeir vildu að þjóðin ætti að fá að ráða.

Ég trúði honum, en eftir lestur stefnu VG, finn ég hvergi stuðning við þá fullyrðingu hans.

Hins vegar segir:

"Áróður um að Ísland geti gengið í ESB en fengið undanþágur frá grundvallarsáttmálum þess er varasamur. Undanþágur eru jafnan hugsaðar til skamms tíma á meðan aðlögun á sér stað. Íslendingar eiga ekki að sækjast eftir sérsamningum heldur axla sömu ábyrgð og önnur fullvalda ríki á alþjóðavettvangi."

Þetta segir mér að þessir flokkar vilja ekki fá neinar undanþágur til aðlögunar, né varanleg ákvæði í aðildarsamningi.

Það er því stórhættulegt fyrir íslenska hagsmuni að senda slíka flokka í aðildarviðræður við ESB.

Framsókn verður að leiða þær viðræður, enda hefur sá flokkur skilgreint skilyrði sem sættu sjónarmið þeirra framsóknarmanna sem telja ESB vænlegan kost og þá sem setja alla fyrirvara við ESB. Skilyrðin eru sjálfsögð og raunhæf og verða að vera leiðarljós þeirrar sendinefndar sem fer fyrir þjóðina til Brussel.


mbl.is Skylt að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beitti Steinunn Valdís varnarbragði gegn útstrikunum?

Það er greinilegt að stuðningsmenn Steinunnar Valdísar hafa beitt djúpu varnarbragði vegna fyrirsjáanlegra yfirstrikana á henni.

Þeir hafa strikað yfir nafn Marðar Árnasonar, sem fátt hefur unnið til að vera strikaður út í þeim mæli sem raunin varð, til að hækka það hlutfall sem þurfti til að Steinunn Valdís færðist niður um sæti.

Þessi aðgerð hefði getað bjargað henni frá því að detta út af þingi.


mbl.is Engar breytingar í RN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband