Afsökunarbeiðni beðið
3.9.2009 | 18:23
Eðlilegt væri að stöð 2, Álfheiður Ingadóttir, Árni Finnsson og Atli Gíslason væru fyrst í fréttatíma kvöldsins með sameiginlega afsökunarbeiðni vegna málflutnings þeirra í gær.
Allir byggingarnefndamenn landsins fá greitt fyrir að veita framkvæmdaleyfi, sem aftur er greitt af umsækjendum, allir heilbrigðisnefndamenn landsins fá greitt fyrir að veita mengandi starfsemi starfsleyfi, sem aftur er greitt af umsækjendum. Alveg eins og sveitarstjórnarmenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fengu greitt frá sveitarfélaginu fyrir að fjalla um aðalskipulagsbreytingu að ósk Landsvirkjunnar, sem aftur greiddi áfallinn kostnað.
Ef þau biðjast ekki afsökunar bíð ég eftir samræmi og því að Sóley Tómasdóttir, fulltrúi VG í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur afsali sér sínum nefndalaunum.
![]() |
Segja Landsvirkjun ekki hafa greitt sveitarstjórnarmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ósvífin mannorðsmorðstilraun þingmanna VG
3.9.2009 | 12:19
Þingmenn vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Álfheiður Ingadóttir veitast á afar ósvífinn hátt að mannorði sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með því að villa um fyrir ófaglegri og hlutdrægri fréttastofu stöðvar 2, eins og sjá mátti í kvöldfréttum stöðvarinnar í gær.
Atli Gíslason spyr fyrrverandi sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps á bloggsíðu hans, hvort sveitarstjórnarmenn hafi þegið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir fundarsetur í tengslum við skipulag virkjanna í neðri hluta Þjórsár. Svarar sveitarstjórinn ranglega, en hann hefur annaðhvort ekki uggt að sér eða ekki talið sig eiga neitt inni, en hann var á sínum tíma látinn fara frá sveitarfélaginu.
Álfheiður Ingadóttir, sem heimtaði afsögn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gærkvöldi, hefur enga aðkomu að málinu, þannig að það að hún skyldi, af öllum, koma í viðtal um málið getur ekki verið tilviljun. Hún hefur komið sér á framfæri.
Atli Gíslason, hæstréttalögmaður og Álfheiður Ingadóttir sem er þrautreyndur sveitarstjórnarmaður eiga að vita að allir þeir sem sitja í sveitarstjórnum landsins fá greitt fyrir þá vinnu sem þeir inna af hend í þágu sveitarfélagsins. Sveitarfélögin eiga að innheimta gjöld fyrir þann kostnað sem til fellur vegna hvers konar leyfisveitinga sem þau sinna. Oftast eru til staðlaðar gjaldskrár, en ef verkefnið er flókið, er eðlilegt að greitt sé samkvæmt reikningi. Fyrir því eru fjöldamörg dæmi.
Þannig að hér er um ósvífna meðvitaða tilraun til mannorðsmorðs að ræða, þar sem ófagleg fréttastofa stöðvar 2 er misnotuð og ber þessum aðilum öllum að biðjast afsökunar á framferði sínu.
![]() |
Ekkert óeðlilegt við greiðslur LV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ósvífin mannorðsmorðstilraun þingmanna VG
3.9.2009 | 11:28
Þingmenn vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Álfheiður Ingadóttir veitast á afar ósvífinn hátt að mannorði sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með því að villa um fyrir ófaglegri og hlutdrægri fréttastofu stöðvar 2, eins og sjá mátti í kvöldfréttum stöðvarinnar í gær.
Atli Gíslason spyr fyrrverandi sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps á bloggsíðu hans, hvort sveitarstjórnarmenn hafi þegið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir fundarsetur í tengslum við skipulag virkjanna í neðri hluta Þjórsár. Svarar sveitarstjórinn ranglega, en hann hefur annaðhvort ekki uggt að sér eða ekki talið sig eiga neitt inni, en hann var á sínum tíma látinn fara frá sveitarfélaginu.
Álfheiður Ingadóttir, sem heimtaði afsögn sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gærkvöldi, hefur enga aðkomu að málinu, þannig að það að hún skyldi, af öllum, koma í viðtal um málið getur ekki verið tilviljun. Hún hefur komið sér á framfæri.
Atli Gíslason, hæstréttalögmaður og Álfheiður Ingadóttir sem er þrautreyndur sveitarstjórnarmaður eiga að vita að allir þeir sem sitja í sveitarstjórnum landsins fá greitt fyrir þá vinnu sem þeir inna af hend í þágu sveitarfélagsins. Sveitarfélögin eiga að innheimta gjöld fyrir þann kostnað sem til fellur vegna hvers konar leyfisveitinga sem þau sinna. Oftast eru til staðlaðar gjaldskrár, en ef verkefnið er flókið, er eðlilegt að greitt sé samkvæmt reikningi. Fyrir því eru fjöldamörg dæmi.
Þannig að hér er um ósvífna meðvitaða tilraun til mannorðsmorðs að ræða, þar sem ófagleg fréttastofa stöðvar 2 er misnotuð og ber þessum aðilum öllum að biðjast afsökunar á framferði sínu.