Afsökunarbeiðni beðið

Eðlilegt væri að stöð 2, Álfheiður Ingadóttir, Árni Finnsson og Atli Gíslason væru fyrst í fréttatíma kvöldsins með sameiginlega afsökunarbeiðni vegna málflutnings þeirra í gær.

Allir byggingarnefndamenn landsins fá greitt fyrir að veita framkvæmdaleyfi, sem aftur er greitt af umsækjendum, allir heilbrigðisnefndamenn landsins fá greitt fyrir að veita mengandi starfsemi starfsleyfi, sem aftur er greitt af umsækjendum. Alveg eins og sveitarstjórnarmenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fengu greitt frá sveitarfélaginu fyrir að fjalla um aðalskipulagsbreytingu að ósk Landsvirkjunnar, sem aftur greiddi áfallinn kostnað.

Ef þau biðjast ekki afsökunar bíð ég eftir samræmi og því að Sóley Tómasdóttir, fulltrúi VG í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur afsali sér sínum nefndalaunum.


mbl.is Segja Landsvirkjun ekki hafa greitt sveitarstjórnarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Pálsson

Fyrr frýs í helvíti en að komi afsökun frá þremenningunum.  Tilgangurinn helgar meðalið, og þau þrjú trúa því örugglega einlæglega að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá verður hún sannleikur að lokum.

Vigfús Pálsson, 3.9.2009 kl. 19:29

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Ef þau fara að ryðja sig með afsökunarbeiðnir, þá er hætt við að það yrði langur lestur

Ingimundur Bergmann, 3.9.2009 kl. 22:29

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ja hérna  gott fólk! hvernig skyldi nú "raunveruleikinn ábyrgi" hljóma án pólitíks skítkasts. Mér finnst illa vegið að sumum í þessari umræðu. Pólitíkin en hættuleg "áróðurstík" og vil ég biðja fólk að mynda sér sína sjálfstæðu skoðun um þau málefni sem eru til umfjöllunar með ítarlegum rökum. Ef fólk getur það ekki er það að grafa sína eigin pólitísku gröf. Mér finnst óhæft að bera fólk svona út á blogginu og í fréttum. Velti því fyrir mér hvað fyrrverandi oddvita gengur til með þessu!

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.9.2009 kl. 23:52

4 identicon

Gestur minn. Ég fæ ekki greitt frá Landsvirkjun eða nokkrum öðrum hagsmunaaðila, heldur fæ ég greitt fyrir störf mín í þágu borgarinnar skv. samþykktum þar að lútandi.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 21:49

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nákvæmlega, alveg eins og sveitarstjórnarmenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Láttu það berast til flokkssystkina þinna

Gestur Guðjónsson, 15.9.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband