Minnihlutastjórn vill losna úr klemmu

Það að þessar þreifingar skuli hafa átt sér stað er ekkert annað en staðfesting á því að í landinu sé minnihlutastjórn við völd

Minnihlutastjórn sem Ögmundur Jónasson og hin í órólegu deildinni í VG verja falli.

Slík stjórn er í heljar greipum stuðningsaðilans sem er jú ekki til viðræðum um neinar málamiðlanir.

Til að losna úr slíkri stöðu verður að styrkja þingmeirihlutann og þessar þreifingar eru ekkert annað en viðleitni til þess.

Viðbrögð Framsóknar eru hárrétt. Hér þarf að taka mjög erfiðar ákvarðanir og best er að allir flokkar komi að því og auðvitað verður ekki til nein ný stjórn nema með nýjum stjórnarsáttmála.


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst líklegt að ekki sé mikil meining á bak við daðrið við Framsókn - málið snýst ferkar um að halda Vg á mottunni og svo ef að Vg missa þolinmæðina að þá verður örugglega stokkið upp í hjá Sjálfstæðisfl. en ekki Framsókn en það er einI möguleikinn fyrir utan Vg til að mynda meirihluta stjórn.

Sigurjón Þórðarson, 8.2.2010 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband