Ríkið ehf
13.4.2007 | 21:44
Í ályktanadrögum Sjálfstæðisflokksins er ekki margt að finna bitastætt. Greinilegt er að línan er að segja sem minnst, til að styggja engan, enda um að gera að reyna að halda því fylgi sem skoðanakannanir gefa til kynna að flokkurinn hafi.
En þar sem eitthvað er bitastætt, er greinilegt að frjálshyggjan er aldrei langt undir slæðunni. Meðal þess sem er að finna í drögunum er einkavæðing að hluta eða að öllu leiti á Landmælingum Íslands, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Siglingastofnun og Veðurstofunnar - betra veður í boði Glitis.
Það er orðið almennt samþykkt að eðlilegt að ríkið sé ekki í rekstri þar sem ætla má að eðlileg samkeppni fái þrifist. Svo langt hafa Heimdellingar náð og gott eitt um það að segja. Landmælingar hættu samkeppnisstarfsemi á árinu, Umhverfisstofnun er ekki í samkeppni og getur ekki verið í samkeppni við neitt, nema kannski rannsóknarstofan og eftirlit með fyrirtækjum væri kannski hægt að fela flokkunarfélögum, Náttúrufræðistofnun sinnir grunnrannsóknum á lífríki landsins, ekki í samkeppni við neinn, Siglingastofnun hefur lagt niður eftirlitsstarfsemi sína og Veðurstofan....
Tja. Í ammríku eru veðurstofur einkareknar, en starfsemi Veðurstofunnar er miklu mun víðtækara en þeirra, hlutverk þeirra í almannavarnakerfinu er ótvírætt. Fyrst kvarna á enn meira úr starfsemi þeirra stofnanna sem þegar hafa hætt öllum samkeppnisrekstri, liggur beinast við að Sjálfstæðisflokkurinn sé að leggja til að grunnstarfsemi ríkisins, eins og eignaskráning, leyfisveitingar og önnur stjórnsýsla eigi að vera á hendi einkaaðila. Það væri áhugavert að fylgjast með vinnubrögðum þessara stofnanna við undirbúning lögbundinna umsagna umhverfismatsferilsins. Hætta á hagsmunaárekstrum er svo mikil að á það er ekki hættandi í okkar litla samfélagi.
Ég sárvorkenni þeim sem trúa á þetta. Það ber ekki vott um samfélagsvitund og er í anda hörðustu frjálshyggju. - ég segi nei takk og merki X við B
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.