Hvað vill Samfylkingin í verndun og nýtingu?

Í stefnu Samfylkingarinnar um umhverfismál segir að stækka beri Vatnajökulsþjóðgarð með friðun Langasjávar, stækka friðlandið í Þjórsárverum og tryggja friðun Kerlingarfjalla, Brennisteinsfjalla, Jökulánna í Skagafirði, Skjálfandafljóts, Torfajökulssvæðisins og Grændals.

Gott og vel. Ég get vel tekið undir friðun margra af þessum svæðum, en hvernig gengur það upp að um leið og lagt verði í friðun þessara svæða, vilji Samfylkingin um leið að ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir verði frestað þangað til að fyrir liggi nauðsynlegt heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði og verndun þeirra hefur verið tryggð?

Reyndar er ekkert að marka, frekar en fyrri daginn. ISG sagði í sjónvaræpinu um daginn að hún vilji ekki að hætt verði við verkefni sem ríkið gæti bakað sér skaðabótaábyrgð á, taki hún í handbremsuna. Sem sagt: ISG virðist vera orðin algerlega sammála Framsókn í þessum málum. Batnandi fólki er best að lifa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú nokkuð erfitt að ríkið baki sér skaðabótaábyrgð þar sem að skv. Jóni Sig. þá heru ríkið ekkert um þessar framkvæmdir að segja lengur. Hún hefur ekki talað um að hætta við verkefni heldur að fresta þeim þar til að heildaráætlanir um nýtingu og náttúruvernd er til staðar. Og get ekki séð hvað það skarast við það sem Ingibjörg sagði. Það hefur jú ekki verið ákveðið að virkja á neinum af þessum stöðum. Það eru einhverjar hugmyndir en Samfylkingin vill eins og áður segir bíða.  Síðan efast ég um að Landsvirkjun sem er að fullu í eigu ríkissins rukki ríkið um skaðabætur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.4.2007 kl. 01:24

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég var akkurat að benda á að ISG er nú orðin sammála okkur í Framsókn.

Þetta eru fleiri aðilar en Landsvirkjun og fleiri svæði en Samfylkingin er að nefna. Hún nefnir eiginlegast bara svæði sem alger samstaða er um að friða, nema kannski á kaffistofum orkufyrirtækjanna. Landsvirkjun, Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur hafa öll rannsóknarleyfi og virkjanaleyfi sem þau hafa lagt út í kostnað vegna og ef fresta á framkvæmdum án annarra skýringa en "aþþíbara" bakar það skaðabótaábyrgð. Um er að ræða Svartsengi, Hellisheiði, Neðri Þjórsá og Kröflusvæðið/Þeistareyki.

Gestur Guðjónsson, 24.4.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband