Greinilegt að hagkerfið þarf enga handbremsu

Það er áhugavert að lesa nýja þjóðhagsspá. Meginniðurstaða hennar er að allur málflutningur stjórnarandstöðunnar um efnahagslífið er ekki réttur. Slakinn sem stjórnaandstaðan vill ná með því að taka í handbremsuna er þegar innbyggður í kerfið, svo ef áform hennar koma til framkvæmda verður ekki kæling, heldur frysting á hagkerfinu.

Mér þykir nóg um að verið sé að spá 3,2% atvinnuleysi . Guð forði okkur frá því að það verði meira, því það að vera atvinnulaus um langan tíma er eitt það mesta böl sem fyrir nokkurn mann getur komið. Þannig að áfram árangur - ekkert stopp er svo sannarlega leiðarljós sem vert er að fylgja.


mbl.is Mjúkri lendingu hagkerfisins spáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband