Spurning hvort um sé að ræða landbúnað

Mér finnst alveg hægt að setja spurningamerki við það hvort kjötframleiðsla sem alfarið er byggð á innfluttu fóðri sé hægt að kalla íslenskan landbúnað. Framleiðslufyrirtækin eru orðin afar stór, í rauninni iðnfyrirtæki. Það má alveg hugsa þá hugsun hvort það sé þjóðhagslega hagkvæmara að klára framleiðsluna og flytja inn færri kíló og þá af kjöti í stað þess að flytja inn fleiri kíló af kjarnfóðri.

Reyndar þarf einnig að huga að matvælaöryggi í þessu sambandi.


mbl.is Danskir svínakjötsframleiðendur ætla inn á íslenskan markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það er nú nokkuð dýrara að flytja í frystigámum heldur en í Búlk. Það þarf 4 kg af korni fyrir 1 kg Svínakjöti. Þetta verður sennilega svipað á Íslandi í framtíðinni og í Færeyjum og á Grænlandi eingöngu frystivara á boðstólnum. það sem mér finnst sem framleiðanda lélegast í þessu er hvað það er verið að gera miklu strangari heilbrigðiskröfur til framleiðslunar hér en Danmörku. Í Danmörku er ekkert spáð í camfilobacter.  Af 12 tegundum hættulegra salmonellu er aðeins gripið til aðgerða gegn þremur hættulegustu enda létust 28 manns í fyrra í Danmörku 300 örkumlaðir fyrir lífastíð. Til hvers eiga íslenskir framleiðendur berjast gegn þessum vágestum og það kostar milljónir en það virðist einskis metið, Ég spyr mig stundum 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Góður punktur Gunnar. Þetta er umræða sem þarf að taka og ræða. Ég hélt reyndar að hlutfall korns og kjöts væri mun hærra. Ég bjó í Danmörku í tæp 6 ár og vann með námi í vélsmiðju sem framleiddi slátur- og kjötvinnsluvélar í svínasláturhús. Fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna þar passaði ég mig á því að steikja svínakjötið alltaf vel.

Það er algerlega rétt hjá þér að það má alls ekki gefa neinn afslátt á gæðum og öryggi fæðunnar og fyrst hlutfallið er ekki hærra þá ættu svínabændur og þá einnig kjúklingabændur að standast svona áhlaup.

En ég vill þrátt fyrir það gera greinarmun á landbúnaði sem byggir að megninu til á innlendri fóðurframleiðslu og þeirri sem byggir á innfluttri.

Gestur Guðjónsson, 25.4.2007 kl. 15:08

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég gat fengið hærra verð fyrir svínakjötið í Danmörku en hér heima 2003 og nóg af kaupendum en kauipendur í Danmörku þurftu að greiða 475% innflutningstoll sem eru miklu hærri en innflutningstollar en hér á landi. Evrópusambandið styrkir verulega danska svínarækt en hér eru engir styrkir. Með frjálsum innflutningi og allir markaðir harðlæstir fyrir Íslenskum landbúnaðrvörum þýðir bara eitt fyrir íslenskan landbúnað. Við erum nú þegar í vandræðum vegna smæðar markaðarins til að ná stærðarhagkvæmni og ef við missum stóran hluta markaðarins þá endar þetta bara með kjöti frá búlgaríu. Fólk gleymir stundum að hagkvæmni kjötvinnslunar í landinu kemur að stærstum hluta vegna svínakjöts. Ef svínkjötið dettur út þá minnkar velta kjötvinnslunar um meira en helming og neytendur verða að greiða ennþá hærra verð fyrir lambakjötið

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 15:39

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég er efins um að það standist samkeppnislög að heimila frjálsan innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarvörum sem væru í samkeppni við óniðurgreiddar vörur.

Gestur Guðjónsson, 25.4.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband