Pólitísk keilusláttur mót betri vitund

Í ársreikningi Strætó bs kemur fram að tap á rekstri Strætó var verulegt. Við því er hægt að bregðast á þrennan hátt.

  1. Halda áfram og fara á hausinn með samlagið.
  2. Leggja meira fé í reksturinn til að mæta hallanum
  3. Draga úr kostnaði.

Það er vilji nýs meirihluta í borginni að leggja meira fé í reksturinn, en meðan nágrannasveitarfélögin vilja ekki leggja meira fé til rekstrarins er 2. möguleikinn úr sögunni, því það er ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg fari að greiða fyrir almenningssamgöngur nágrannasveitarfélaganna. Er Strætó bs því nauðugur sá kostur að draga úr kostnaði og það verður ekki gert nema með því að draga úr þjónustu, því miður. Fyrsti möguleikinn kemur auðvitað ekki til greina.

Í grænum skrefum meirihlutans voru kynnt nokkur atriði sem eiga að verða til þess að auka notkun á almenningssamgöngum og gera hana þægilegri. Frítt í strætó þýðir í framkvæmd að Reykjavíkurborg kaupir fargjöld fyrir borgarbúa af Strætó bs, en biðskýlin eru á forræði borgarinnar og því hægt að bæta þjónustu í þeim með bættum merkingum og upplýsingagjöf.

Meðan að borgin er í byggðasamlaginu er Reykjavíkurborg ekki einráð um þá þjónustu sem hún getur veitt og því lendum við í þessari stöðu. Því miður.

Þetta veit minnihlutinn og er að slá ódýrar pólitískar keilur með því að mótmæla þessu án þess að leggja til hvernig eigi að spara þennan kostnað á annan hátt.


mbl.is Deilt um fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband