Styrk stoð efnahagslífsins

Þetta eru fréttirnar sem Ögmundur Jónasson vill útrýma úr íslenskum fjölmiðlum. Þessi fyrirtæki fremja nefnilega þann glæp að borga starfsmönnum sínum góð laun, betri laun en hann hefur getað náð fyrir sitt fólk og auðvitað er honum ógnað.

Sannleikurinn er auðvitað sá að þær skattgreiðslur sem fylgja þessari starfsemi, bæði frá fyrirtækjunum sjálfum og starfsmönnum þeirra gera það að verkum að ríkið getur yfir höfuð aukið velferðina. Tók saman fyrir nokkrum bloggum í hvað sá tekjuauki sem hefur komið í ríkissjóð á síðasta kjörtímabili hefur farið. Það er áhugavert að skoða

Útgjaldabreyting


mbl.is Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óska má stjórnendum Kaupþings banka til hamingju með feiknagóðan árangur.

En eitthvað finnst mér athugavert við arðgreiðslur í fyrirtæki sem sankar að sér meiri gróða en nokkuð annað fyrirtæki sem starfar á Íslandi um þessar mundir:

Fyrir framan mig er arðgreiðslumiði vegna 2007. Af 3.086 hlutum er greiddur arður 14 krónur fyrir hverja krónu nafnverðs eða 43.204 og að frádregnum 10% skatti standa 38.883 eiganda hluta þessara til ráðstöfunar. Nú hefur markaðsverð hvers hlutar verið tæplega 1.100 krónur þannig af ríflega 3 milljóna eign er arðurinn einungis tæplega 40.000 krónur. Þetta þættu lélegar heimtur af fjalli. Spurning hvort að óbreyttu sé þetta góður fjárfestingakostur fyrir venjulegan sparifjáreiganda.

Mosi alias

Guðjón Sigþór Jensson, 26.4.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband