Vill Samfylkingin hækka skattprósentuna?

Margt merkilegt kom fram í Kastljósi gærkvöldsins, þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat fyrir svörum. Sérstaklega þóttu mér undanbrögð hennar í efnahags- og skattamálum undarleg og læðist sá grunur að manni að ummæli Guðmundar Ólafssonar hagfræðings eigi meiri stoð í raunveruleikanum en ég hefði viljað trúa, en hann hefur sagt að sá málaflokkur hafi aldrei verið þeirra sterka hlið.

Ingibjörg segir að velferðarpakki þeirra kosti 30 milljarða og allt eigi að vera komið til framkvæmda á síðasta árinu. Gott og vel. Það verður gaman að sjá sundurliðun á því, en skoðum nokkrar tölur.

Hagvöxtur verður 0,9-2,9-2,8 skv þjóðhagsspá og ef við gefum okkur að hann verði 2,8 seinasta árið verður tekjuauki ríkissjóðs miðað við óbreytt skattaumhverfi 36,6 milljarðar árið 2010. Þá eiga allar úrbætur að vera komnar til framkvæmda og engin framþróun í stóriðju, sem annars hefði gefið þeim um 50 imilljarða í viðbót, mv þjóðhagsspá.

Svo eru það skattaloforðin sem verður að draga frá þessari tölu.

  • 10 milljarðar í afnám vörugjalda og tolla
  • 4 milljarðar í lækkaðar tekjur af lífeyrisgreiðsluskattlagningu
  • 7 milljarðar í afnám stimpilgjalds
  • 10,5 milljarðar í hækkun frítekjumarks. (hafa auglýst það og loforð Framsóknar um 100 þús hlýtur að vera lágmarksbreyting, nóg hafa þau hamrað á að Framsókn sé ójafnréttisflokkur)

Þetta þýðir að skatta- og tollapakkinn einn kostar 31,5 milljarða. Samfylkingin ætlar að breyta tollum í sátt við bændur, svo það hlýtur að vera varlega áætlað að helmingur þess tekjutaps sem tollarnir hafa í för með sér komi einnig til útgjalda, þá eru er skatta- og tollapakkinn búinn að eyða öllum tekjuauka ríkissjóðs og heildarpakkinn kominn í 36,5 milljarða, og ef maður tekur tillit til veltuskattaaukningar vegna hærri útborgana, ca 2 milljarðar, er heildarniðurstaðan af þessum liðum eingöngu rúmir 34 milljarðar. Munum að ISG sagði að heildarpakki þeirra kostaði 30 milljarða!

Þá eru eftir öll útgjaldaaukningin vegna loforða þeirra um stóraukin framlög til vegamála, fækkun á biðlistum, bætt menntakerfi og hvað svo sem Samfylkingin hefur lofað í hundruða liða.

Til að ná þessu og halda frítekjumarkinu uppi, er bara ein leið. Það er að hækka skattprósentuna.

Hvert prósent í hækkun tekjuskatts gefur um 5,8 milljarða, þannig að til að ná 30 milljörðum þarf tekjuskattprósentan að hækka í 49% með útsvari ef frítekjumarkið á að haldast í 100 þús! Er þá ekki tekið tillit til veltuskattsminnkunar vegna rýrnunar kaupmáttar

Í lofprísalöndum Samfylkingarinnar, Danmörku og Svíþjóð, sem ISG lítur mikið til, er skattprósentan allt upp í 60%. Bið fólk um að hafa það í huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Við, sem höfum búið og starfað í "folkhemmet" Sverige þekkjum vel hvernig það er að borga yfir 6ö% skatt af öllum launum. Í tíð sænskra jafnaðarmanna voru stjórnvöld svo almennileg að taka af okkur nánast öll launin um hver mánaðarmót en dreifa þeim siðan aftur til SUMRA í formi styrkja (bidrag). Er það svona kerfi, sem Íslendingar vilja?

Júlíus Valsson, 3.5.2007 kl. 09:19

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Getur þú útskýrt fyrir mér, hvernig stendur á því að Einar Oddur sagði fyrir nokkru að nota þyrfti "símapeningana" til að fleyta ríkissjóði yfir fyrirsjáanlega erfiðleika eftir að stóriðjuframkvæmdum lyki.  Einar Oddur er og var einn helsti "gúrú" djélistans í ríkisfjármálum.

Auðun Gíslason, 3.5.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Auðun: Ég get ekki og vil ekki útskýra mál Einars Odds. Vill þó benda á að þegar ráðstöfun símapeninganna var kynnt, var tekin sú ábyrga afstaða að veita þeim ekki öllum út í framkvæmdir í einu, heldur geyma þá meðan að mesta álagið á verktakabransanum væri vegna stórframkvæmdanna fyrir austan, bæði vegna þensluáhrifa og eins til að sprengja ekki öll verð upp í loftið, því megnið af fénu mun renna til framkvæmda og því inn á þann markað. Nú þegar sér fyrir endan á þeim framkvæmdum er lag að nýta slakann á þeim markaði, þau tæki sem búið er að fjárfesta í og halda áfram í stöðugri sókn, þannig að þekking og búnaður nýtist sem best. Þetta var fyrirséð og er sú ábyrga afstaða sem tekin var, að koma okkur til góða núna. Það að heimta að allt ætti að hafa verið komið fyrir löngu ber bara vott um skilningsleysi á efnahagsmálum eða ósanngirni og popúlisma.

Þið hinir, ég bjó í DK í tæp 6 ár og þekki þetta því alveg eins og þið. Þetta er ekki mannbætandi kerfi, dregur duginn úr fólki. Fólk sem bjó við hliðina á mér sagði: "Af hverju að vinna, við fáum bara 2.000 dkk meira á mánuði fyrir það?" Enda hafa Danir hafnað krötunum og eru nú að vinda ofan af vitleysunni. Stjórnmálin þar snúast um að gera hosur sínar grænar fyrir þeim kjósendum sem gefast upp á þeim, enda um svipaðan hringlandahátt að ræða þar og hér á landi.

Gestur Guðjónsson, 3.5.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband