Íslandshreyfingin vill minnka velferðina um 51 milljarð !

Stjórnmálaályktun Íslandshreyfingarinnar sannar að hreyfingin aðhyllist raunverulega öfgahægristefnu. Tillögur þeirra um lækkaða skattbyrði allra, sem ég get ekki skilið annað en að halda eigi sömu skattprósentu og 142.600 kr skattleysi, kostar ríkissjóð 51 milljarð í beina tekjulækkun, mv tekjur 2006. Á móti kæmi einhver tekjuaukning í veltuskattsaukningum, mv. að virðisaukaskatturinn er 7% og 24,5% má áætla að það sé um 10-15%, sem er 5-7 milljarðar, en þar sem einnig á að taka af allar tekjutengingar bóta, er alveg ljóst að það kostar meira en sú aukning.

Þeirri tekjuminnkun þarf að mæta með útgjaldaminnkun, en til samanburðar kostar Háskóli Íslands 6,5 milljarða á ári, lífeyristryggingar 41 milljarð og sjúkratryggingar 17 milljarða. Rekstur Landspítalans kostar 31 milljarð og heildarskatttekjur ríkisins eru 343 milljarðar.

Við þetta bætist að þeir ætla að taka í handbremsuna og leggja til að finnska leiðin í nýsköpun verði farin, sem reyndar var í lög færð fyrir 2 árum á Íslandi. Það stendur greinilega ekki steinn yfir steini hjá þeim og ekki hægt að treysta þeim fyrir atkvæði sínu. .


mbl.is Íslandshreyfingin vill að skattleysismörk verði 142.600 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Má bæta við þetta að það er ekki verið að tala um að taka þetta frá velferðarmálunum, hvorki Háskólanum, lífeyrissjóðunum eða heilbrigðiskerfinu. Frá árinu 2004 hafa tekjur ríkissjóðs aukist um 120 milljarða og núverandi ríkisstjórn í allri "velferðinni" sem þið gortið ykkur stöðugt af hefur eytt þessum fjármunum í neyslu.

Ekki til uppbyggingar eða í eitthvað sem skilar samfélaginu einhverju til baka, heldur bara í neyslu. Neyslu til að sýna öllum allsstaðar hvað gengur rosalega vel.

Við í Íslandshreyfingunni viljum ekki búa til samfélag þar sem að þeir sem verst hafa það eiga að bera okkur á herðum sér. Það er ekki hægt að réttlæta það með neinu móti ef menn hafa lágmarkssamvisku að skattleysismörk hafi ekki fylgt vísitölu í 12 ár.

Íslandshreyfingin er bara að færa jafnrétti til þeirra sem minna mega sín. Ef að 51 milljarður af auknum tekjum ríkisins eru peningar sem hafa verið teknir af þeim sem mest þurfa á þeim að halda, já þá er erfitt að réttlæta að skila þeim ekki aftur.

Viljum við búa í samfélagi þar sem við byggjum velferð okkar á fólki sem er ekki að þéna lágmarkstekjur??

Setjum X við I - kjósum með réttlæti og gegn ranglæti.

Baldvin Jónsson, 6.5.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Mig langar að vita hvernig þessi 51 milljarða útreikningur er fenginn? Má ekki með sömu röksemdum halda því fram að það sé verið bæta ráðstöfutekjur landsmanna um 51 milljarð. Varla brenna þessir penningar upp er það nokkuð? 

Reyndar mun það verða þennsluhvetjandi að fara í svona umfangs miklar skattalækanir, þannig líklega er best að fara minni skref í einu. Hef ég hvergi séð hvernig framboðin fá út þessar upphæðir sem þeir eru að lofa. Væri ekki eðlilegra verðtryggja persónuafsláttinn eins og allt í þessu samfélagi?

Ingi Björn Sigurðsson, 6.5.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í dag eru íslendingar með eitt skattþrep fyrir tekjuskatt.Það er ekkert náttúrulögmál að svo skuli vera um aldur og ævi.Núll prósent tekjuskattur á öll laun undir hundrað og fimmtíu þúsund krónum er framtíðin.Og lög um lámarkslaun, sem ættu að vera hundrað og sextíu þúsund á mánuði í dag.Persónuafsláttinn á ekki að hækka.Hver þúsundkall í hækkuðum persónuafslætti þýðir eins milljarðs tekjulækkun fyrir ríkissjóð.íslendingar eru nú þegar með tvær skattprósentur, eina fyrir tekjuskatt og aðra fyrir fjármagnstekjuskatt.Það er ekkert því til fyrirstöðu að bæta við þeirri þriðju sem yrði tekjuskattsprósenta fyrir laun undir hundrað og sextíu þúsund kronur á manuði.Bandaríkjamenn hafa nýverið hækkað lægstu laun með lögum.Það er alveg eins hægt að gera það hér.Þessu til viðbotar þá eru Norðmenn með lægri skatta á þá sem búa fjærst höfuðstaðnum.Það er líka hægt að taka það upp hér.

Sigurgeir Jónsson, 6.5.2007 kl. 22:53

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hátekjuskatturinn var reyndar eitt sér skattþrep svo raunverulega hafa tekju skattsþrepin verið tvö.Það er alveg eins hægt að hafa þau þrjú. Nýr fjármálaráðherra frá Framsóknarfloknum verður að taka á skattpíningu fólks með lægstu laun, aldraðra og öryrkja

Sigurgeir Jónsson, 6.5.2007 kl. 23:06

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessu til viðbótar þá er rétt að benda eiganda þessarar síðu á, af því hann segist vera fæddur framsóknarmaður að lesa sér til um uppruna Framsóknarflokksins,Mér sýnist að hann sé í röngum flokki,

Sigurgeir Jónsson, 6.5.2007 kl. 23:15

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Heildarskattekjur ríkissjóðs eingöngu eru 120 milljörðum hærri nú en í upphafi
kjörtímabilsins, og hafa hækkað um meira en helming á tímabilinu. Til hvers
þarf ríkissjóður alla þessa peninga, Gestur?

Af hverju þarf ríkissjóður að eyða 120 milljörðum meira nú en fyrir 4 árum? Þeirra sér engan stað í tekjuafgangi, heldur er þeim sólundað jafnóðum yfir allt sviðið. Á sama tíma safna heimilin skuldum í verðtryggðum lánum og yfirdrætti. Það þarf að skila þeim þessum peningum, og það er leikur einn ef undið er ofan af bruðli stjórnarflokkanna.

Það er einmitt dæmigert fyrir þessa ríkisstjórn að formælendur hennar geta ekki
komið auga á velferð í neinu nema því sem fer í gegnum ríkiskassann. Það er líka
velferð að gefa heimilunum tækifæri til að grynnka á skuldum sínum Gestur.

Setjum X við I - kjósum heiðarleika á þing

Baldvin Jónsson, 6.5.2007 kl. 23:26

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Baldvin: Tók saman í hvað tekjuaukinn hefur farið á síðasta kjörtímabili. Getur séð það hér. Einu málaflokkarnir sem hækka að ráði eru almannatrygginga- og velferðarmál, heilbrigðismál og menntamál. Þú mátt kalla það neyslu, ég kalla það aukna velferð. Mikið af þessu hefur farið í að hækka laun umönnunarstétta, sem eru að megninu til kvennastéttir, en einnig í aukna þjónustu, sem eins og margheyrst hefur í kosningabaráttunni er aldrei næg. En fyrir hana þarf að borga. Þú ert sem sagt að segja að við hefðum ekki átt að gera það eða að hækka laun kennara? Hvernig ætlið þið þá að fjármagna þessar tillögur ykkar?

Það að fara með skattleysismörkin upp fyrir lágmarkslaun er einnig glapræði, því persónuafslátturinn gengur jafnt yfir alla og þar með er verið að "borga" þeim tekjuhærri, meðan að þeir sem eru undir skattleysismörkum ná ekki að nýta sinn persónuafslátt.

Hef tekið saman yfirlit yfir væntanlegar auknar skatttekjur ríkisins og í hvað þær fara mv tillögur flokkana, og er síðasta uppfærsla hér. Þarf að uppfæra skjalið mv þessar nýju tölur frá ykkur. Þar kemur berlega í ljós að Íslandshreyfingin þarf að fara um land allt með niðurskurðarhnífinn, því væntanlegur tekjuauki ríkisins án frekari iðnþróunar, sem Íslandshreyfingin berst fyrir, eru ekki nema 38 milljarðar síðasta árið. Þið ætlið að fella niður stimpilgjöldin eins og aðrir, það kostar 7 milljarða, svo það er engin glóra í því sem þið eruð að leggja til.

Ingi Björn: Ég reikna þetta út frá staðtölum skatta, sem þú finnur á vef ríkisskattstjóra. Nota einfalt líkan sem reiknar út frá meðaltekjum. Finnst ótrúlegt að það sé engin stofnun að reikna þetta nákvæmar út og birta. Milljón í það gæti sparað ríkinu milljarða seinna.

Sigurgeir: Þegar tekjur þjóðarbúsins og þau verkefni sem fyrir liggja leyfa þætti mér eðlilegt að miða við að menn borguðu ekki skatt af sinni lágmarksframfærslu, sem þá þyrfti að skilgreina og viðhalda. Lög um lágmarkslaun væri hægt að setja þegar búið væri að skilgreina lágmarksframfærsluna. En það sem þú ert almennt að tala fyrir er að flækja skattkerfið til mikilla muna. Það er almennt af hinu illa, eykur ósanngirni kerfisins og hættu á undanskotum. Var á tímabili skotinn í því að taka upp "landsbyggðarafslátt" en það gengur ekki upp, því þá myndi fólk umvörpum flytja lögheimili sitt út á land en vinna í bænum. Það gætu þó bara verið þeir sem ekki þurfa neitt frá sveitarfélaginu, þeas barnlaust fólk. Það getur ekki verið ætlunin.

ps getur þú gert mér þann greiða að skrifa ekki feitletrað, það er erfitt að lesa það þannig?

Gestur Guðjónsson, 6.5.2007 kl. 23:46

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Ef þessi ríkisstjórn spillingar og þjófnaðar hefði leyft skattleysismörkum að haldast í hendur við vísitölu væru skattleysismörkin um 140 þús. Þetta eru peningar sem ríkisstjórnin hefur stolið. Og barnabætur voru líka skertar þó verið sé að laga það fyrst núna.  Hlutdeild nemenda og sjúklinga í sínum málaflokki hefur aukist. Þetta eru allt staðreyndir sem þýðir ekki að stinga hausnum í sandinn yfir. Nema verandi Fransóknarspillingarbælisábúi. Ég get haldið lengi áfram um þessi mál. Árangur áfram - ekkert stopp á spillingunni en einfaldlega ekki að gera sig. Þið eigið eftir að svíkja loforðið um birtingarfé til kosninganna um mörg hundruð prósent og fela það með bókhaldsfiffum eins og alltaf vonandi að kjósendur hafi gullfiskaminni. Sem sumir þeirra hafa. Og sitja áfam við útbýttun bittlinga til kosningarstjóra og velunnara. Eða hvað er 6,3% maðurinn ykkar í Reykjavík búinn að starfa við frá þeim kosningum?

Að lokum vil ég mælast til þess að Framsóknarflokkurinn verði lagður til hinstu hvílu. Það er fyrir löngu orðin ólykt af hræinu.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.5.2007 kl. 01:09

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gaman að sjá að þú ert farinn í slag við Ómarinn.  Ykkur Framsóknarmönnum líkt að nagast í þá sem að hafa jafnvel minna fylgi en þið sjálfir hafið.

Ég virði það nú alveg að til séu hreintrúaðir Framsóknarmenn ennþá sem að verja sitt með tannlausum kjafti & kjúkunöguðum klóm.´

Ég er minna hrifinn af því að sjá Gestinn þig í framvarðarsveitinni brúka sitt moggabloggerí með því að eyða út athugasemdum þeim sem að hann kýs ekki að svara, eða vilja svara.  En það er líklega samt alveg þinn réttur, alveg eins & það er minn réttur hér að setja út á það.  (& líklega fara í eyði, eins & gamall torfbær....)

Ég hef samt samúð að vissu leiti með því að á meðan Framsóknin helmíngast  niður í fylgi, verðskuldað, þá eru Sjálfstæðismenn í blússandi sókn, óverðskuldað.

Í niðurfallinu þá rjómast Framsóknarmenn enn við íhaldið & eyða tíma & púðri í það eitt að halda upp á einhverja tölfræði um hvað þessi stjórnarseta þeirra hafi nú verið mikil snilld.  Það er alveg greinilega að rífa upp fylgið hjá þeim að rífast við stjórnarandstöðuflokkana & bleyjubítta reglulega á íhaldinu sínu, í þeirri aumu von að þeir fái að vera með á gullvagninum eina ferðina enn.

Mér þætti leitt að sjá gamla bændaflokkinn deyja út.  Ég er uppalinn í sveit & hef alveg skilníng á því að bændur eigi nú alveg það inni að eiga sér einhverja góða málsvara ennþá í þjóðfélaginu.   Það að fylgið hrynur atkvæðalega séð mest af Framsókn í hefðbundum landbúnaðarhéruðum landsins, sýnir meira en margt, hversu mikill trúnaðarbrestur hefur orðið hjá grasrótinni í sveitinni & núverandi forystusauðum þeirra.

Það er miklu alvarlegra mál í raun, en hvað formaðurinn er nú að fá fingurinn frá kjósendum í Reykjavík.  Hans persónufylgi er jafn mikilvægt þar & hvað Bingi var duglegur þar við að ná sér í fín embætti, sponsoraðar af íhaldinu á kostnað okkar hinna, ef hann væri nú stillti kúturinn.  Þetta 5-7%  fall í Reykjavík, segir hins vegar ekki mikið, á móti 15-20 falli í landsbyggðarkjördæmunum.  Mikið óskaplega held ég nú að bændastétt  þessa lands hafi nú verið stoltir af framsóknarmennskunni þeirri sem brúkuð var í Reykjavíkinni í fyrra, nú eða ekki.

Einhverjir fyrrum formenn Framsóknarflokksins hefðu nú frekar sagt af sér en að mælast með einhver 7% í sínu kjördæmi, en það voru nú líka merkir prinsippmenn & leiðtogar sem að höfðu sjálfsvirðíngu.  Það fer lítið fyrir svoleiðis hjá ykkur núna.

Einhvern tíman kemur að því vonandi að restin af gamla bændaflokknum líti yfir fallið fylgi, tengi það við misstann málstað & vonandi nái að endurreisa sig sem sem flokkur sem að hefur eitthvað annað fram að færa en hjáróma mal um kóerí þeirra við að það sé allt í lagi að einkavinavæða eignir þjóðarinnar, svo framarlega sem að einhverjir innan þeirra raða fái nú líka sneiðar af almannaeigunni.  Ef að þú hefur virkilega trú á því að Landsvirkjun verði ekki seld, þá áttu að kjósa eitthvað annað en þinn eigin flokk, til dæmis.  Ef að stjórnin heldur, þá er það dönn díl, & það er ekkert sem þú gætir í því gert.

Þar til að það gerist að upp kemur gamla félagslega samvinnuhugsjónin, hvort það verður eftir þessar kosníngar eða þær næstu, þá held ég mig við gamla frasann...

"Ef að Framsókn er svarið, þá vil ég ekki einu sinni heyra spurnínguna..."

Kærar kveðjur samt

Með virðíngu fyrir þínum málstað.

S.

Steingrímur Helgason, 7.5.2007 kl. 02:26

10 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Takk kærlega fyrir svarið. Þetta var sú aðferð sem mér grunaði að hefði verið notuð. Ég veit að þú áttar þig á göllum hennar. Meðal annars ekki er gert ráð fyrir hvað kemur til baka úr neyslusköttum og ekki er miðað við verðbólgu og svo framvegins. 

Ef ég man þetta rétt þá setja frjálslyndir upp sömu upphæð og samfó og þið eiglítið lægri upphæð. Má ekki með sama skapi setja fram stríðfyrirsögn um þessa flokka og fullyrða hversu mikið þeir vilji takmarka velferðina?

kv.

IB 

Ingi Björn Sigurðsson, 7.5.2007 kl. 07:55

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lægri tekjuskattsgreiðslur til þeirra sem búa fjærst höfuðborginni  þurfa ekki að fela í sér neitt svindl með lögheimili. Þær eiga að sjálfsögðu að miðast við hvar atvinnurekandinn hefur lögheimili og er sannannlega með rekstur ásamt því hvar launþeginn er með sitt lögheimili. Vilji er allt sem þarf til að gera góða hluti.

Sigurgeir Jónsson, 7.5.2007 kl. 07:57

12 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ævar: Þú ert greinilega vandur að virðingu þinni að tala með þessum hætti. Óhróður og sóðakjaftur er eitthvað sem dregur hina pólitísku umræðu niður á plan sem réttsýnt fólk vill ekki vera á. Þetta eru peningar sem ríkisstjórnin hefur stolið: Þú ert sem sagt á því að við hefðum ekki átt að leggja þessa peninga í velferðina? Því er ég ósammála og mér sýnist á skrifum þínum að ég fái ekki haggað þinni skoðun. Það verður bara að hafa það.

Ingi: Takk fyrir sanngirnina. Ég hef einmitt verið að gera grein fyrir þeim þar, ef þú skoðar fyrri færslur hjá mér.

Sigurgeir: eins og ég segi þá var ég mjög skotinn í þessari hugmynd, hugsunin er góð en er efins um hana í framkvæmd, sérstaklega eftir að hafa heyrt mótrök skattstjóra gegn henni. Minni t.d. á hvernig dreifbýlisstyrkurinn er misnotaður í allt of miklum mæli.

Steingrímur: Ég er margbúinn að biðja þig um að útskýra fyrir mér hvað þú ert að vísa í. Veit ekki til þess að ég hafi eytt einni einustu færslu.

Gestur Guðjónsson, 7.5.2007 kl. 09:41

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gestur, ég skil ekki menn eins og þig sem hefur sérstakar áhyggur af "tekjutapi" ríkissjóðs. Þessir peningar tapast ekki heldur eru bara áfram hjá fólki sem þarf meira á því að halda en ríkissjóður sem ég tel vera í stanslausu bruðli með almannafé.

Þú þarft ekki annað en að horfa til þess að núverandi þingflokkar sjálfsafgreiddu sig með 360 milljónum til að borga kosningaauglýsingar á þessu ári sem hefði verið betur varið í að hækka skattleysismörkin. Hvort heldur þú að komi sér betur fyrir almenning?

Haukur Nikulásson, 7.5.2007 kl. 10:40

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég bíð eftir því að þessi þjóð búi við kerfi sem ekki verður misnotað. Nú stefnum við frjálshyggjumenn að því að komast yfir landbúnaðarstyrkina. Mig bráðvantar þokkalega rúmgóða sveit þar sem ég get sett upp !000 kúa mjólkurverksmiðju. Svo reyni ég að komast í lykilstöðu hjá Bændasamtökunum og heimta hærri beingreiðslur því það sé lágmarkskrafa að "bændur" geti lifað mannsæmandi lífi.

Ég er skyldugur til að vera á móti öllu sem Sigurgeir frá Skálafelli segir. En svo koma dagar þegar ég er honum meira sammála en öðru fólki og þá verð ég ævinlega reiður við sjálfan mig.

Ekki ætla ég að kjósa flokkinn hans Ómars. En miklu heldur vildi ég óska afkomendum mínum þess Íslands sem er í hans pólitísku sýn en þess óhugnaðar sem núverandi stjórnarflokkar hafa sett stefnu sína á. Kannski er það vottur um þroskaleysi að þykja vænt um eitthvað. Ég held að þeir verði helst fyrir þeirri ásókn sem hafa notið þeirrar gæfu að hafa eignast eitthvað sem var þess virði að þykja vænt um það. Hinir eru mér nú öfundlausir.

En við skulum vera kát börnin mín góð. Eftir fáa daga gengur þessi upplýsta þjóð að prófborðinu einu sinn enn. Við þurfum ekki að efast um að hún muni kolfalla á þessu létta prófi sem þó er léttast allra prófa sem ég man eftir.

Árni Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 10:58

15 Smámynd: Snorri Hansson

Þeir sem skrifa athugasemdir hér fyrir ofan eru búnir að bölsótast svo oft og lengi að venjulegt orðalag gengur ekki lengur:

 “Í niðurfallinu þá rjómast Framsóknarmenn enn við íhaldið & eyða tíma & púðri í það eitt að halda upp á einhverja tölfræði um hvað þessi stjórnarseta þeirra hafi nú verið mikil snilld. Það er alveg greinilega að rífa upp fylgið hjá þeim að rífast við stjórnarandstöðuflokkana & bleyjubítta reglulega á íhaldinu sínu, í þeirri aumu von að þeir fái að vera með á gullvagninum eina ferðina enn.”

 Ráð við þessum einkennum er að setjast í góðan stól og horfa á hvítt spjald í nokkrar klukkustundir á dag. Eftir mánaðar meðferð kemur í ljós hvort árangur næst. Sumum verður ekki bjargað því miður.

Snorri Hansson, 7.5.2007 kl. 14:53

16 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Haukur: Ég hef ekki áhyggjur af "tekjutapi" ríkissjóðs, heldur hef ég áhyggjur af því að þau loforð sem gefin eru fyrir kosningar muni annað hvort ekki verða uppfyllt vegna peningaskorts eða að ríkissjóður, sem nú er skuldlaus við útlönd, muni á ný verða látinn taka lán til að borga loforðaflauminn. Ég er einfaldlega að benda á að það þarf bæði að afla og eyða, ekki bara eyða. Ef þú ert fylgjandi því að ríkið dragi úr velferðinni eða láti hana standa í stað, þá verður þú að hafa þá skoðun fyrir þig, ekki deili ég henni með þér. Ég vil meiri velferð, enda blasa verkefnin við hvarvetna.

Árni: Ég átta mig ekki á því hvaða óhugnað þú ert að tala um. Framsókn leggur áherslu á náttúruvernd sem og skynsamlega og varkára nýtingu náttúruauðlindanna til að skapa grunn að frekari velferð. Okkar stefna gagnvart nýtingu og verndun er skýr, meðan að hinir flokkarinir allir, mas VG fara undan í flæmingi þegar þeir eru spurðir út í einstaka kosti.

Snorri: Ég minni á söguna um litlu gulu hænuna.....

Gestur Guðjónsson, 7.5.2007 kl. 15:55

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Takk fyrir greinínguna Snorri & takk líka Gestur fyrir að leyfa þessu að lafa inni.  Ég reyni alltént að vera málefnalegri en persónulegri í minni rökræðu en þessar athugasemdir ykkar í minn garð gefa tilefni til þess að ætla ykkur að vera.

Enda þessar tvær athugasemdir sem að hurfu af blogginu hjá þér Gestur, sneru reyndar einungis að því að ég væri á því að þú værir rökfastur & kurteis á þínu bloggeríi, snerist ekkert um annað, sú síðari var sú að máske væri ég nú ekki að hrósa þinni pólitík.

Hvorug vonandi meiðandi, hvorug illa meint.

Með virðíngu,

Litla Gula Hænan.

S.

Steingrímur Helgason, 9.5.2007 kl. 02:04

18 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Steingrímur. Ég sver að ég hef ekki eytt neinu út. Sá reyndar að það hafði horfið athugasemd frá formanni ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ við eina Jónínufærsluna. Tók afrit af henni inn á word til að vinna svarið þar, en svo þegar ég ætlaði að setja svarið inn var færslan horfin, þannig að það virðast vera einhver brögð að þessu.

Gestur Guðjónsson, 9.5.2007 kl. 11:16

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Tek þig trúanlegan, málið dautt af minni hálfu.

S.

Steingrímur Helgason, 9.5.2007 kl. 20:57

20 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gott.

Skil vel að þú hafir orðið argur. Hefði orðið það sjálfur.

Gestur Guðjónsson, 9.5.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband