Vill Samfylkingin hætta við allar langtímaáætlanir ríkisins?

Ágúst Ólafur Ágústsson og Árni Páll Árnason Samfylkingarmenn hafa verið duglegir við að básúna út að ríkisstjórnin hafi sent 400 milljarða króna kosningavíxil inn í framtíðina. Ég hef átt erfitt með að fá útskýringar á þessum fullyrðingum, þeir virðast yfir það hafnir að þurfa að útskýra orð sín, þrátt fyrir áskoranir þar um.

En með því að hlusta gaumgæfilega á þá kumpána um helgina áttaði ég mig á því hvað þeir voru að fara.

Þeir voru að tala um skuldbindingar þær sem felast í samgönguáætlun (60), áætlanir um úrbætur í málefnum geðfatlaðra (1,5), áætlun um byggingu Hátæknisjúkrahúss (50), náttúrverndaráætlun, bygging tónlistarhúss (9), fjarskiptasjóður (2,5) áætlun um byggingu tæplega 400 hjúkrunarrýma á Höfuðborgarsvæðinu (20), samkomulagið við aldraða (30), lok byggingar BUGL (1), Heilsugæslubygging á Siglufirði, skurðstofa í Keflavík, heilsugæslubyggingar á Eskifirði og í Ólafsvík, samningur við sauðfjárbændur og mjólkurbændur (4), framlög til nýsköpunar og þróunarstarfsemi (1,5), Byggðaáætlun, stækkun framhaldsskólanna í Breiðholti, Ármúla, MR, Iðnskólans í Reykjavík og Garðabæ og tímamótasamningur um rannsóknir við HÍ, stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, byggingu varðskips, eflingu þyrlusveitanna og ný eftirlitsflugvél fyrir Landhelgisgæsluna og auka þróunarsamvinnu.

Man ekki eftir fleiri áætlunum í svipinn, en ég man ekki eftir því að þessum hlutum hafi svo mjög verði mótmælt af þeirra hálfu, frekar að ekki væri nóg að gert!

Það er grundvallaratriði í skynsömum rekstri að gera áætlanir. Þeir kumpánar virðast með yfirlýsingum sínum vera mótfallnir þessum áformum og ákvörðunum og vilja greinilega halda áfram eins og hingað til, að fá að sveiflast með skoðanir sínar eins og lauf í vindi frá degi til dags. Það vill Framsókn ekki og vonandi ekki kjósendur heldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Já, Sveinn, og ekki skortir á málefnalegar athugasemdir hjá ykkur frekar enn fyrri daginn.

Arnfinnur Bragason, 7.5.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Slembinn: Þetta er skólabókardæmi um smjörklípu. Henda fram tölu sem engin kannast við og enginn getur svarað því hún hefur ekki verið útskýrð, til að komast hjá því að svara um eigin hluti.

Gestur Guðjónsson, 7.5.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband