Baugsstjórnin löngu handsöluð?

Annað hvort er Ingibjörg Sólrún að klúðra allri samningsstöðu sinni í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn út um gluggann með því að koma í viðtal í Kastljósið eins og blæsma gimbur eða að Baugsstjórnin er löngu handsöluð.

Ef maður skoðar söguna og óheilindi hennar við Framsókn, þar sem hún sór að hún myndi ekki fara í landsmálin við þriðju endurnýjun R-listans kæmi það manni ekki á óvart að hún væri löngu handsöluð og Geir að sýna á sér alveg nýja hlið. Alfreð Þorsteinsson og Sigrún Magnúsdóttir voru ásamt öðrum í R-listanum búin að gera stjörnu úr ISG í borginni og var eðlilegt að hún væri krafin slíks loforðs. Það sveik hún. Síðan hefur ISG verið ófeimin við að eigna sér afrek R-listans ein, nú síðast í kosningabaráttunni þegar hún montaði sig af þeim launamun sem Steinunn Valdís átti hvað mestan þátt í að jafna í góðri sátt allra þeirra sem að R-listanum stóðu, einsetningu grunnskólana sem Sigrún Magnúsdóttir stóð fyrir. Það eina sem hún eignaði sér ekki var Orkuveitan. Til þess var Alfreð of áberandi leiðtogi.

Ef stjórnin er ekki fullfrágengin er þátttaka hennar í þættinum óendanlega barnaleg. Segjum að upp úr slitni. Hún er búin að afneita því sem hún margoft hefur sagt að Samfylkingin sé stofnuð sem höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins, eins og hún var margoft búin að segja að hún ætlaði ekki í landsmálin, byrjuð að veita afslátt af hinum og þessum málum og ég veit ekki hvað. Greinilegt er að unga Ísland virðist vera henni ofarlega í huga en fagra Ísland minnist hún ekki á.

Hef áður sett fram spá um Baugsstjórnina og fyrstu verk hennar, sem ég kallaði þá SlowDown stjórnina, en eftir innkomu Baugs í stjórnmálin með útgáfu DV og auglýsingu Jóhannesar Jónssonar, er önnur nafngift óviðeigandi. Líklegast verður Björn Bjarnason ekki áfram ráðherra, ef Baugur fær að ráða.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

það er mikil biturð í þessum texta hjá þér.

Eggert Hjelm Herbertsson, 17.5.2007 kl. 22:01

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já Gestur við megum ekki taka þetta svona inn á okkur. Annars hef ég mikla trú á þessari stjórn, hún er gríðarlega öflug.

Tómas Þóroddsson, 17.5.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þegar maður eins og Geir Haarde sem hefur notið fulls trausts Framsóknar undanfarin ár, hagar sér með þessum hætti og ISG einnig, getur alveg verið að manni sárni. Þetta er besta niðurstaðan fyrir Framsókn, svo mikið er víst, því ef íhaldið er að plata ISG líka, verður staða Framsóknar í vinstri viðræðum allt önnur en áður.

Gestur Guðjónsson, 17.5.2007 kl. 22:05

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þú meinar Tommi að þú sért stoltur af því hversu heiðarlegan formann þú hefur?

Gestur Guðjónsson, 17.5.2007 kl. 22:06

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

>Líklegast verður Björn Bjarnason ekki áfram ráðherra, ef Baugur fær að ráða.< Já, eða almenningur, þar sem fleiri strikuðu Björn út en Árna Johnsen. Það var örugglega svipaður fjöldi af fólki sem strikaði Björn út og kaus Framsókn, sem fær samt að ráða ýmsu eins og sést ágætlega á B-Inganum.

Annars er þetta bara ósvararverð biturð hjá þér.. reynt að henda gömlum skít í fólk sem festist ekki á þeim þá, og mun því ekkert festast frekar núna. 

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 17.5.2007 kl. 22:08

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þú meinar að þú sért stoltur af þessum verkum ISG Jónas og aðkomu Baugs að þessum kosningum?

Gestur Guðjónsson, 17.5.2007 kl. 22:10

7 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Baugs hvað? mér er skít sama um fyrirtæki á markaði, en þú virðist vera með það á heilanum bara út af því að einhver sagði sína skoðun á því hvað væri besta ríkistjórnin -- sem var sama skoðun á mín! Er þetta þá ekki bara Jónasar-ríkistjórn?

Og já, ég er stoltur af því að ISG hafi komið Framsóknarflokknum frá. Það verður frábært að hafa ríkistjórn sem skilur frjálsan markað, ESB og tilbúin að fjárfesta í menntun í stað þess að vera í samkeppni við þriðja heiminn um atvinnuvegi.  

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 17.5.2007 kl. 22:14

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þú ert sem sagt stoltur af því að hafa formann sem trekk í trekk gengur á bak orða sinna. Þú um það. Baugsveldið hefur líklegast notað meiri peninga í þessa kosningabaráttu en önnur stjórnmálaöfl máttu nota. Samfylkingin hefur ekki mótað sér samningsmarkmið fyrir aðildarviðræður ESB, það hefur Framsókn gert. Samfylkingin hefur bara talað hátt í forsagnastíl, án þess að setja almennilega niður fyrir sig hvert hún vill á þeirra vegferð. Það er í tíð Framsóknar í Viðskiptaráðuneytinu sem viðskipti hafa verið gerð frjáls á Íslandi og í tíð Framsóknar í ríkisstjórn sem fjöldi nemenda í háskólum hefur stóraukist, þannig að þetta er tómt bull í þér Jónas.

Gestur Guðjónsson, 17.5.2007 kl. 22:19

9 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Þú ert pínu fyndinn Gestur :) Ég hef alveg látið það í friði að gagnrýna Framsókn um of þannig að ég ætla að bara að benda þér á að lesa Evrópuskýrsluna og þá helst sérálit Össurar og Ágústar um ESB til að sjá hverjir eru búnir að vinna heimavinnuna sína um ESB. Bækurnar um hver samningsmarkmið Íslands við inngöngu í ESB sem ég á frá Samfylkingunni eru fín lesning líka fyrir menn eins og þig, sem virðast ekki geta fylgst með öðru en því sem Framsóknarflokkurinn er að gera, og þá út frá sjónamiði Framsóknar.

Frjáls viðskipti hinsvegar komu sem tilskipun frá ESB í gegnum EES eftir að við gegnum í það þrátt fyrir "XB ekki EB" herferð Framsóknar á þeim tíma. Framsókn er enn stærsta hindrunin í því að koma á Frjálsum markaði í þeim iðnaði sem það er komið styst, sem er á sviði Landbúnaðar. Ég myndi því sitja alveg rólegur á mér með þetta frjálshyggjuhól ef ég væri þú Gestur.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 17.5.2007 kl. 22:35

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég er ekki frjálshyggjumaður, svo ef þú heldur það hefur þú ekki rétt fyrir þér. Samningsmarkmið Samfylkingarinnar voru ekki stefna Samfylkingarinnar, heldur dæmi um hvernig þetta gæti verið. Taka ekki afstöðu frekar en fyrri daginn. Einkavæðing fyrirtækja í samkeppnisrekstri kom ekki með ESB tilskipun. Mundu svo líka að 90% landsmanna vill öflugan íslenskan landbúnað...

Gestur Guðjónsson, 17.5.2007 kl. 22:39

11 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ágætur pistill hjá þér Gestur og það er full ástæða fyrir Sjálfstæðismenn að hafa þetta í huga nú þegar þeir hafa ákveðið að treysta stöðu ISG sem formanns Samfylkingarinnar. Ég á hins vegar eftir að sjá það gerast í raun. Við höfum vonandi ekki fengið að sjá á öll spilin. Ég vona a.m.k. að samsæriskenningin um Baugsstjórnina eigi ekki við rök að styðjast. 

Jón Baldur Lorange, 17.5.2007 kl. 22:42

12 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

jájá, þau kaupir 90% þjóðarinnar bara Íslenskan landbúnað og málið er leyst. Austur-Evrópa er búin að vera einkavæða símafyrirtækin sín og bankana, nýskriðin undan kommunismanum - þannig að ég færi varlega af því að nota það sem mikið hrós - sérstaklega vegna þess að Búnaðarbankinn var seldur Finni Ingólfs fyrir slikk sem hann framlengdi til Kaupþings fyrir nokkra miljarða.. stoltur af því kannski?

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 17.5.2007 kl. 23:03

13 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jónas Þú ert ekki enn búinn að segja mér hvort þú sért stoltur af heiðarleika ISG

Gestur Guðjónsson, 17.5.2007 kl. 23:07

14 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Gestur minn góður. Þú dreifir bitrum skítabombum í allar áttir. Ef ég þekkti þig ekki myndi ég halda því fram að þú værir með sorglegri framsóknarmönnum - og er þó af nógu að taka í þeim efnum. Það gleður mig þó að þú skulir tala um blæsma og yxna, það segir mér að ræturnar eru enn til staðar .

Mig langar að gera nokkrar athugasemdir við skítabomburnar, í fullri vinsemd.

1. Alfreð Þorsteinsson og Sigrún Magnúsdóttir eru ekki þess umkomin að gera stjörnu úr einum eða neinum. Höfum það alveg á hreinu. Þau draga fólk frekar niður - það er morgunljóst. Það er sama með þau og Jón Sigurðsson að þau hafa afar þægilega fjarveru.

2. Þetta væl í ykkur og Birni Bjarnasyni undan Baugi er hallærislegt, í besta falli barnalegt. Það að 2500 manns skyldu hafa kosið að strika yfir Björn er val þess. Jóhannes í Bónus stóð ekki yfir þeim í kjörklefanum svo mikið er víst. Björn er steingervingur, svipað og er um marga framsóknarmenn. Honum var hafnað í borginni og ekki skoraði hann hátt í síðasta prófkjöri. Fólk er einfaldlega búið að fá nóg af ruglinu í honum og spillingunni sem umlykur hann. Nákvæmlega sama gildir um ykkur framsóknarmenn. Ég fékk þetta DV sem Guðni vælir nú yfir inn um lúguna rétt eins og þú og ég henti því beint í ruslið - þar sem DV á heima. Þannig að Jóhannes í Bónus hafði ekkert með það að gera að ég kaus að sniðganga framsóknarflokkinn að þessu sinni . Come on, þið hljótið að hafa einhverjar betri skýringar á slakri útkomu flokksins! Dettur ykkur ekkert betra í hug.......? Hvað með Írak, Byrgið, Öryrkjamálið, gjafirnar til S-hópsins og Finns Ingólfssonar, Jónínu Bjartmars, Halldór Ásgrímsson, .....viltu að ég haldi áfram?

3. Eini vonarneistinn sem ég greini í biturð þinni er að þú talar um að ef Geir sé að plata IGS líka þá verði samningsstaða framsóknar í myndun vinstri stjórnar betri! Þarna er ykkur rétt lýst. Það eina sem er alveg morgunljóst í íslenskum stjórnmálum er nefnilega það að þið munið reyna að komast til valda hversu litla möguleika sem þið hafið til þess og alveg óháð því hvort kjósendur vilja eitthvað með ykkur hafa. Fólk vill ekki fá ykkur í stjórn. Samt þráist þið við og hafið rembst eins og rjúpan við staurinn að halda lífi í ríkisstjórninni, þvert á fyrri yfirlýsingar formanns og varaformanns. Þegar það er fullreynt kemur Guðni í Kastljósið og lýsir því yfir að hann væri til í að mynda stjórn með VG og Samfylkingu! Sami Guðni og sagði fyrir 3-4 vikum að það væri klárt að framsókn færi ekki í ríkisstjórn ef flokkurinn fengi ekki nema 6-7 menn kjörna. Þið kunnið svo sannarlega að halda ykkur til hlés! Ég segi nú ekki annað en það.

Heimir Eyvindarson, 18.5.2007 kl. 00:01

15 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Heimir

1. Þú ættir að spyrja þá sem komu að R-lista samstarfinu áður en þú heldur þessu fram. Á fyrstu árum R-listans var ISG út á við, en Sigrún inn á við. Sá um stóru verkin. Sigrún hætti svo og þú getur spurt hvern þann sem var í samstarfinu um þann þátt sem Alfreð átti í að verjast árásum íhaldsins í borginni.

2. Rétt þar á DV heima. Ég tel Írak og forsætisráðherrastólinn grunnástæður fylgistapsins úr 25% í 12%. Hin málin hafa ekki hjálpað, sérstaklega ekki lélegt fyrirsvar flokksins í þeim og öðrum málum. Framsóknarmenn hafa verið allt of latir við að svara þeim rangfærslum sem á hann hafa verið bornar og því hafa andstæðingar okkar með hjálp fjölmiðla gengið á lagið og fengið að mála flokkinn svörtum litum, ekki með pensli, heldur breiðum málningarrúllum.

3. Við erum í stjórnmálum til að hafa áhrif. Þrátt fyrir það vil ég ekki sjá Framsókn í stjórn í bili, amk nema ekki sé annar kostur í stöðunni.

Gestur Guðjónsson, 18.5.2007 kl. 08:49

16 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sæll Gestur. Vissulega gerði Ingibjörg Sólrún mistök þegar hún settist á listann í alþingiskosningum. þau mistök hafa orðið henni dýrkeypt. En varðandi Reykjavíkðurlistasamstarfið og tilkomu þess og hver gerði stjörnu úr hverjum þá ertu ekki að fara með rétt mál að Alfreð og Sigrún hefi gert stjörnu úr Ingibjörgu Sólrúnu. Hún var skær stjarna í íslenskum stjórnmálum löngu áður en Reykjavíkurlistasamstarfið kom til en það var Alfreð Þorsteinsson svo sannarlega ekki á þeim tíma. Það var ástæðan fyrir því að Ingibjörg Sólrún var fengin til að leiða þetta samstarf og það var ástæðan til andstæðingar Reykjavíkurlistans reyndu í fyrstu kosningunum á mjög lúalegan og grófan hátt að fella Reykjavíkurlistann með því að ráðast á Alfreð og hamra á meintum óvinsældum hans. Það birtust mjög grófar heilsíðuauglýsingar í Mogganum með fólki með grímur sem augljóslega voru til að vara við listanum og sérstaklega Alfreð. Þessar auglýsingar fóru svo langt yfir strikið að fólki ofbauð og höfðu þær því ekki áhrif.

En það var Reykjavíkurlistinn undir forustu Ingibjargar Sólrúnar sem kom Alfreð í þá valdastöðu sem hann hefur verið í Reykjavík og gerði honum kleift að rétta við mannorð sitt og sýna hversu vel hann getur stjórnar mikilvægum málum. Sigrún Magnúsdóttir hefur alltaf verið feiknavinsæl og náðu vinsældir hennar langt út fyrir raðir Framsóknarmanna. En bæði Sigrún og Alfreð fengu tækifæri til að komast til valda í Reykjavíkurlistasamstarfinu, tækifæri sem þau hefðu ekki fengið ella. Þau stóðu sig bæði vel þar eins og við vitum. Það var stórt afrek að fella Sjálfstæðismeirihlutann á þessum tíma og við eigum öll að vera stolt af því og Ingibjörg Sólrún stóð sig vel sem borgarstjóri. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 18.5.2007 kl. 11:19

17 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta er rétt hjá þér Salvör, hún var orðin stjarna, vonarstjarna, en R-listinn gerði hana að alvöru stjörnu. Að öðru leiti tek ég undir með þér

Gestur Guðjónsson, 18.5.2007 kl. 11:37

18 Smámynd: Snorri Hansson

Gestur þú ert ágætur,en ég tel að orðalag um ISG að hún sé iksna og eða blæsma sé fyrir neðan allar hellur. Ætlar þú að segja að segja að Geir standi. Þetta gengur ekki. Það hefur verið þjóðar íþrótt í mörg ár að níða Framsóknarmenn ,en nú kemur væntanlega tími til að jafna þau mál. Langráður tími ,en ekki ofbjóða fólki.

Snorri Hansson, 19.5.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband