Af hverju eiga fyrirtæki þá að sinna mengnunarvörnum?

Þessi ummæli sviðsstjóra Kópavogsbæjar lýsa viðhorfi gagnvart Elliðaánum og umhverfinu sem er alls ekki ásættanlegt:

"Aðspurður sagðist hann þess fullviss að dýralíf Elliðaánna hefði ekki hlotið skaða af yfirborðsvatninu sem flætt hefði í árnar, enda hefði það verið í svo litlu magni, og að það hefði verið ástæða þess að ekki hefði þótt ástæða til að koma upp settjörn fyrr."

Fyrst það er allt í lagi að hans mati að olía, sápur og önnur mengandi efni renni óhreinsuð í árnar af hverju ættu fyrirtæki sem veita sínu vatni í þennan eða aðra viðtaka, þá yfir höfuð að vera að leggja út í mikinn kostnað við að hreinsa sitt fráveituvatn?

Þetta kostar rökstuðning af hálfu Kópavogsbæjar, því hann er að tala fyrir hönd bæjarins í þessu máli.


mbl.is Mengun í Elliðaánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband