Nýting orku í heimabyggð

Flutningur Alcan til Þorlákshafnar væri eðlilegt skref í framhaldi af því að Hafnfirðingar höfnuðu álverinu í Straumsvík. Væru Sunnlendingar þá loksins að fá einhverja nýtingu á orku héraðsins. Mikil vinna hefur verið lögð í að undirbúa slík verkefni í gegnum árin, en án árangurs. Er Steinullarverksmiðjan sérstaklega eftirminnileg, en undirbúningur hennar var kominn á lokastig þegar henni var allt í einu kippt norður á Sauðárkrók. Hefur hún gert gott þar, en nú er röðin vonandi komin að Þorlákshöfn, með bættri hafnaraðstöðu og fjölgun atvinnutækifæra fyrir Sunnlendinga.
mbl.is Alcan á Íslandi skoðar möguleika á að færa álverið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Okkur vantar allt annað en nýtt álver í Þorlákshöfn. Kvótakerfi framsóknarflokksins hefur leikið þennan stað illa eins og marga fleiri. Ef vilji væri fyrir hendi að vinda ofan af þessu kerfi gæti Þorlákshöfn blómstrað á ný sem útgerðarbær. Án álvers. Líklega verður bati framsóknar hægur. Ég hélt þið væruð komnir í naflaskoðun.

Sigurður Sveinsson, 30.5.2007 kl. 07:05

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Kvótakerfið er ekki eingetið afkvæmi Framsóknar. Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið komu öll að því máli. Stóru mistökin í því máli, veðsetningarheimildin, var verk Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar(Alþýðuflokksins). Höfum það á hreinu.

Okkar nafli er sífellt í skoðun, sérstaklega núna.

Gestur Guðjónsson, 30.5.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband