Samfylkingin eyddi mun meira í auglýsingar

Þessar tölur Gallup segja ekki alla söguna. Samfylkingin var byrjuð að auglýsa löngu áður en mælingar Gallup hófust og svo verður að telja auglýsingar Framtíðarlandsins og Öryrkjabandalagsins með í auglýsingum stjórnarandstöðuflokkanna. Eins verður að telja útgáfu DV með hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki og auglýsingu Jóhannesar í Bónus hjá Sjálfstæðisflokki. Eru þá ótaldar fjöldamargar auglýsingar sem einstaklingar birtu, til þess eins að þær upphæðir færu ekki á reikning viðkomandi flokks.


mbl.is Samfylkingin og Framsóknarflokkur vörðu mestu fé í auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Þetta er nú þvílíkur þvættingur!  Hvernig geturðu tengt auglýsingar Framtíðarlandsins og sérstaklega auglýsingar Öryrkjabandalagsins við Samfylkinguna.  Þetta er svona álíka og að tengja augl. Br. Ormsson við Sjálfstæðisflokkinn! Það er nú eitthvað mikið bogið við svona tengingar!

Auðun Gíslason, 31.5.2007 kl. 10:59

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvaða dauðans bull er þetta?

Þýðir ekki að blaðra bara eitthvað út í bláinn án þess að bakka bullið upp minn kæri Gestur

Heiða B. Heiðars, 31.5.2007 kl. 11:29

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Teljið þið að auglýsingar Framtíðarlandsins eigi ekki telja hjá VG, S og Í? Að sjálfsögðu á ekki að telja það hjá S einum

Öryrkjabandalagið auglýsti beint á móti ríkisstjórninni. Það er ekki hægt að líta öðruvísi á það og þar með með VG, F, S og Í.

Samfylkingin byrjaði að auglýsa löngu áður en talningin byrjaði.

Stend við hvert orð...

Gestur Guðjónsson, 31.5.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: Guðmundur Þór Magnússon

Gestur þú ert einhver altapsárasti einstaklingur sem ég hef rekist á.

Þið biðuð afhroð.  GET OVER IT!!

Guðmundur Þór Magnússon, 31.5.2007 kl. 13:57

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Og svo líka helling í fyrra og fyrir fjórum árum og átta árum - það vantaði að taka það allt  með líka

Helgi Jóhann Hauksson, 31.5.2007 kl. 14:43

6 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Ég get ekki annað er tekið undir hjá Gesti. Það er dálítið einkennilegt að setja reglur um auglýsingakostnað en telja ekki með auglýsingar sem einkaaðilar og samtök birta fyrir flokkana. Nægir þar að benda á auglýsingar þar sem "góðu" flokkarnir voru taldir upp. Eðlilegt væri að skipta auglýsingakostnaðnum milli þessara flokka.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 31.5.2007 kl. 18:01

7 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hefði ekki verið rekið upp ramakvein ef Bændasamtökin hefðu rekið sjónvarpsauglýsingaherferð til stuðnings Framsóknarflokknum? Ef það á að setja reglur verður að fara eftir þeim ekki reyna að finna leiðir framhjá þeim.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 31.5.2007 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband