Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði telur enga ókosti við skattalækkanir

Í Kastljósi gærkvöldsins var viðtal við aðalræðumann ráðstefnu Félagsvísindastofnunnar um skattalækkanir, Nóbelsverðlaunahafann Edward Prescott. Þar hélt hann því fram að með lækkuðum sköttum ykist vinnusemi Íslendinga og tekjur ríkisins ykust því með lægri prósentu. Sá hann aðspurður enga ókosti eða hættur samfara því að lækka skatta.

Þetta er efalaust rétt að vissu marki og eru fjármagnstekjuskatturinn og lækkun skatta á fyrirtæki góð dæmi um þetta, en lækkaðir skattar á einstaklinga lengja ekki sólarhringinn, svo aukning vinnusemi eru takmörk sett og um leið velur hann að taka ekki tillit til þess fórnarkostnaðar sem mikil fjarvera foreldra frá barnauppeldi og aukin stofnanavæðing hefur á mótun þeirra einstaklinga sem taka eiga við keflinu. Ég veit ekki hvort það hafi verið mælt eða hvort hægt sé að mæla hann, en býður sterklega í grun að sá kostnaður sé umtalsverður.

Einnig velur Prescott að líta algerlega framhjá tekjujöfnunaráhrifum skattkerfisins, en með lækkuðum sköttum minnkar það svigrúm sem skattkerfið leyfir til að tekjujöfnunar. Það er svo skoðun hvers og eins hvort og hversu mikil sú jöfnun á að vera. Virðist hann smk telja að hún eigi engin að vera.

Þess vegna verður að fara með gát við skattalækkanir og lækka ekki skatta nema velferðin sé tryggð og borð sé fyrir báru í ríkisrekstrinum, en um leið að nýta það svigrúm sem gefst til skattalækkana að uppfylltum þessum skilyrðum.


mbl.is Geir: Skattalækkunarskrefin enn ekki nógu mörg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband