Bláskjár

Sjálfstæðisflokkurinn er í vandræðum. Gerðar hafa verið atlögur að flokknum og íað að því að formaður hans hafi ekki stjórn á Flokknum. PR klúður af verstu gerð.

Til að bregðast við því og minna fólk á að Geir er "gúddí gæ" var laugardagskvöldið á Bláskjá tekið undir. Minnt á að hann kunni að syngja, frúin látin forkelast á Austurvelli við að bera honum góða söguna og svo var lítil stúlka látin hlaupa í fangið á honum og lýsa aðdáun sinni á honum í beinni útsendingu á besta útsendingartíma. Ég veit ekki hversu margar mínútur þetta voru, en stundarkorn hélt að ég væri að horfa á sjónvarpsrás frá Norður Kóreu eða Túrkmenistan. Ég er kannski ekki sérstaklega minnugur á sjónvarp en ég man í svipinn ekki eftir öðru eins um neinn formann stjórnmálaflokks, nema þá kannski fyrri formenn Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég man ekki betur en að í þættinum á undan þessum hafi nýbakaður Borgarstjóri fengið ágætis PR. 

Egill Óskarsson, 22.10.2007 kl. 18:26

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Egill: hann fékk eitt innslag, sem er allt í lagi, en Geir fékk að ég held 3 stk.

Tómas: Ætli Binginn sé ekki að því sjálfur, þrælvanur fjölmiðlamaðurinn.

Gestur Guðjónsson, 22.10.2007 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband