Össur í austrinu
23.10.2007 | 12:01
Ja mikil er hræsni Samfylkingarinnar ef hún ætlar sér að fara að stuðla að virkjunum og álverum í Indónesíu. Ekki að ég hafi neitt á móti því að álframleiðsla heimsins verði knúin sem mest með endurnýjanlegum orkulindum, en þetta er þvílíkt NIMBY viðhorf að maður á varla orð.
Fyrir kosningar gaf Samfylkingin út ritið Fagra Ísland og með vísan til þess segir umhverfisráðherra að við Íslendingar eigum ekki að óska eftir framhaldi á íslenska ákvæðinu. Þetta er sama Samfylking sem er að standa að leit að olíu, en um leið sama Samfylking sem er á móti olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum og sama Samfylking sem vill auka útblástur vegna áliðnaðar, bara ekki á Íslandi!
Össur: Gríðarlegur áhugi á samstarfi Indónesa og Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Sala Landsvirkjunnar kemur ekki til greina
- Fylgi Bjartrar framtíðar
- Vinnulag við fjárlagagerð
- Landsbyggðaskattur
- Verðbólguleiðin?
- Blindir og vanhæfir gullkálfsdansarar
- Hver verða eftirmál þingsályktunartillögunnar?
- Hengjum ekki bakara fyrir smið
- Rangtúlkun Jóhönnu og Samfylkingarinnar á Rannsóknarnefndarsk...
- Furðulegar nornaveiðar í gúrkutíð
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Agnes Ásta
- Albertína Friðbjörg
- Björn Ingi Hrafnsson
- Dofri Hermannsson
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Framsóknarflokkurinn
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Gunnlaugur Stefánsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Sveinn Hjörtur
- Valdimar Sigurjónsson
- Guttormur
- Sigurður Ellert Sigurjónsson
- Agnar Bragi
- Anna Kristinsdóttir
- Ari Jósepsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ásta
- Baldur Fjölnisson
- Baldur Sigurðarson
- Bergur Sigurðsson
- Bergþór Skúlason
- Birgitta Jónsdóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgmundur Örn Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Egill Jóhannsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurbergur Arason
- Einar Vilhjálmsson
- Einar Þór Strand
- Eiríkur Harðarson
- ESB
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- FUF í Reykjavík
- Gísli Tryggvason
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðmundur Andri Skúlason
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Aron Ólason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gústaf Níelsson
- Halldór Borgþórsson
- Hallur Magnússon
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Heiðar Lind Hansson
- Heimir Eyvindarson
- Heimir Tómasson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hermann Einarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhannes Guðnason
- Jóhannes Snævar Haraldsson
- Jóhann Pétur Pétursson
- Jóhann Tryggvi Sigurðsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jónas Egilsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Finnbogason
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jón Snæbjörnsson
- Júlíus Brjánsson
- Karl Hreiðarsson
- Karl V. Matthíasson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Landvernd
- maddaman
- Magnús Guðjónsson
- Magnús Þór Friðriksson
- Marteinn Magnússon
- Morgunblaðið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Páll Gröndal
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ritstjóri
- Samband ungra framsóknarmanna
- S. Einar Sigurðsson
- Sigurður Árnason
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Steinn Hafliðason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Helgason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Vefritid
- viddi
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þráinn Jökull Elísson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver er að tala um álver í þessu sambandi. Áður en farið verður að nýta þessa indónesísku orku í álver þá eiga þeir einfaldlega eftir að gera allt það sem við erum búin að gera, þ.e. að kynda heimilin, sjá samfélaginu fyrir umhverfisvænu rafmagni o.s.frv.
Þegar þeir verða búnir að því þá munu þeir örugglega fara í samkeppni við okkur um álver og er það vel. Ef þeir vilja álverin til sín þá er það fínt. Við eigum ekki að setja öll eggin í sömu körfu.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.10.2007 kl. 12:23
Sammála þér með eggin og ekki síður með rafmagnið í Indónesíu. Ef þú lest færslu Össurar á blogginu hans, er hugur hans allur í þá átt að byggja álver í Indónesíu.
"Íslensk álver á Indónesísku eyjunum knúin jarðhita sem skapaður er með íslenskri þekkingu og kapítali, gæti því orðið niðurstaða þessarar ferðar minnar."
Gestur Guðjónsson, 23.10.2007 kl. 12:32
Hræsni Össurar og kratana ríður ekki við einteyming þessa dagana. Það má
menga á Indónesíu en ekki Íslandi. Það má leita og finna olíu við Ísland en
ekki að hreinsa hana þar og vinna. HRÆSNIN ER ALGJÖR!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.10.2007 kl. 15:26
Mengun af völdum álvers í Indónesíu með jarðhitaorku yrði minni en á Íslandi vegna þess að ekki þarf að flytja báxít þaðan alla leið til Íslands og álið til baka og því sparast mengunin sem fylgir þessum flutningum.
Þar á ofan er mun framleiðslan skila mun meira til hvers íbúa í hinni fátæku Indónesíu heldur en á Íslandi þar sem við erum svo langt komin í hagrænum efnum að líkast til er tap af álverum hér þegar tekið er tillit til arðsemiskrafna í okkar ríka samfélagi að ekki sé talað um þann skaða sem það veldur orðstír okkar og þar með viðskiptavildar ef við stútum náttúru sem er eitt af undrum veraldar.
Ómar Ragnarsson, 23.10.2007 kl. 16:37
Alveg rétt Ómar að flutningurinn er einhver þáttur í heildarmyndinni, þótt alþjóðasiglingar og flug séu reyndar enn teknar út fyrir sviga, því miður. En telur þú einhverjar líkur á því að indónesísk stjórnvöld geri eins miklar kröfur til losunar annarra gróðurhúsalofttegunda sem frá álverum koma eins og við gerum? Auðvitað er gott að fólk hafi það betra í Indónesíu, en að vera í krossferð móti þróun iðnaðar á Íslandi, verandi í útbreiðslu sömu stefnu erlendis er þvílík hræsni að það tekur ekki nokkru tali.
Ég nenni ekki að skrifa um þá miklu mengun sem starfar af ferðamönnum aðallega vegna losunar gróðurhúsalofttegunda í fluginu, lágum launum í þeim bransa, átroðningi á náttúruna og fjölda gjaldþrota í greininni. Geri það seinna.
Gestur Guðjónsson, 23.10.2007 kl. 16:52
Þetta var rétt hjá þér Gestur með álverin hans Össurar, ég hafði hlaupið yfir það...afsakaðu.
Ég tek það fram að ég hef ekki þekkingu á lögum Indónesa um umhverfismat og þeim kröfum sem þeir gera gagnvart mengun. Hins vegar tel ég að hugmyndin um strangt umhverfismat, miklar kröfur gagnvart mengun og þess háttar sé klárlega eitt af því sem við eigum að fara með í farteskinu til Indónesíu og víðar. Við eigum að sýna þeim hvernig hægt er að gera þetta með minnstu mögulegum áhrifum á náttúruna. Við eigum einnig að ganga á undan og sýna gott fordæmi hvað það snertir hér heima. Við eigum að vera leiðandi á þessu sviði umhverfiskrafna í heiminum. Það er meðal annars þess vegna sem þeir vilja vinna með okkur en ekki t.d. Bandaríkjamönnum.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.10.2007 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.