Sjálfstæðisflokkurinn vill endurstofna Þjóðhagsstofnun

Davíð Oddsson lagði niður Þjóðhagsstofnun þegar hún hafði ítrekað sagt hluti sem honum var ekki að skapi, enda Þjóðhagsstofnun sjálfstæð stofnun. Í framhaldinu var spárhluti hennar sett inn í Fjármálaráðuneytið, þannig að sú þjóðhagsspá sem fjárlagafrumvarpið byggir á, er gerð af framkvæmdavaldinu sjálfu.

Nú kveður svo við að Ármann Kr Ólafsson, fjárlaganefndarmaður úr Sjálfstæðisflokknum, segir í umræðum á Alþingi að fjárlaganefnd ætti að hafa hagdeild sér til ráðgjafar í sínum störfum. Þingmaðurinn er sem sagt ekki að leggja annað til en að endurstofna Þjóðhagsstofnun. Öðruvísi mér áður brá.

Hins vegar verður að segjast eins og er, að það sé lítils virði að stofna hagspárdeild ef meirihlutinn hlustar ekki á hana fremur en allar þær hagdeildir og greiningadeildir sem hafa sagt  að það beri að sýna ítrasta aðhald við fjárlagagerðina. Það hefur hann ekki gert, því miður....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Finnst þér nú líklegt að Þjóðhagsstofnun verði endurreist? Ummæli Ármanns voru einhvernveginn á þann veg að hann lýsti því nokkurnveginn yfir að meirihlutinn hlustar yfirleitt hvorki á greiningardeildir eða önnur varnaðarorð. Þeir vita og kunna manna best rétt eins og undanfarinn áratug og ríflega það.

Þórbergur Torfason, 30.11.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Já, það var þversögnin í hans málflutningi.

Gestur Guðjónsson, 30.11.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Fyndið, það virðist nánast sama hvaða framsóknarmaður tjáir sig. Það er alltaf látið eins og Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið í ríkisstjórn í fjölda ára. Það eru samt minna en 7 mánuðir síðan ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 23:40

4 identicon

Ég reyndar man ekki eftir því að Davíð Oddsson hafi lagt hana niður prívat og persónulega, en allt í góðu.

Ég er ekki viss um að Ármann Einarsson tali fyrir hönd flokksins í þessu máli. Það eru engin landsfundardrög sem tala um að endurvekja þjóðhagsstofnun.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 00:37

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Gísli, Minnisleysi þitt hefur ekkert með fyrri ákvarðanir Davíðs Oddssonar að gera. Hugsaðu frekar um þá misbresti sem á honum eru í dag.

Væntanlega manstu ekki heldur hver kom kvótakerfinu í sjávarútvegi á og hvað lá að baki þeirri ákvörðun, þó að það haldi í þér lífinu í dag.

Þórbergur Torfason, 1.12.2007 kl. 02:43

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Reyndar svolítið sérkennilegt að ekki megi fulltrúi sjálfstæðisflokksins lýsa skoðun sinni persónulega. Gísli, þetta er líklega persónuleg skoðun Ármanns. Gleymdi hann að spyrja þig leyfis að orða þetta svona?

Þórbergur Torfason, 1.12.2007 kl. 02:46

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þórbergur:
Ef þú hefðir lesið þessa umræðu hefðiru áttað þig á að Gísli var ekki að amast við persónulegum skoðunum Ármanns. Hins vegar var hann að svara þeirri ályktun Gests að þessi persónulega skoðun Ármanns fæli það í sér að Sjálfstæðisflokkurinn vildi endurstofna Þjóðhagsstofnun, sbr. fyrirsögn færslunnar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.12.2007 kl. 11:41

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Erlingur:
Það kemur nú úr hörðustu átt að þú sakir aðra um rugl, bull og að drulla yfir fólk eins og þessi athugasemd þín er ágætt dæmi um.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.12.2007 kl. 11:45

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hjörtur: Meðan Framsókn var í ríkisstjórn var tekið mark á þeim teiknum sem á lofti voru í efnahagsmálum og þegar þurfti voru teknar nauðsynlegar, óvinsælar ákvarðanir til að viðhalda stöðugleika. Það var gert 1999 og 2003, en núverandi ríkisstjórn hefur ekkert slíkt gert. Hefur risastóran samgöngupakka inni í fjárlögum "bara svona til að geta gripið til" ef það skyldi koma samdráttur, ef skilja má fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umræðunni. Það er ekki góð latína að vekja þessar væntingar og ekki til að skapa trúverðugleika að gefa út í sömu setningu að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við fjárlögin.

Fátt vitrænt virðist koma frá Samfylkingunni, enda Jón þeirra Sigurðsson því miður ekki á landinu til að minna þau á rauða kverið þeirra. Björgvin G Sigurðsson segir skattalækkanir á næsta leiti í tengslum við kjarasamninga, þvert á yfirlýsingar forsætisráðherra, sem er svo arfavitlaust af ráðherra í ríkisstjórn að gefa út núna að það tekur ekki nokkru tali.

Gestur Guðjónsson, 1.12.2007 kl. 16:35

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Núverandi ríkisstjórn hefur ekki verið við völd nema í tæpa 7 mánuði. Hitt er svo annað mál að Davíð Oddsson var ekki einn í ríkisstjórn. Ég veit ekki til þess að Framsóknarflokkurinn hafi mótmælt niðurlagningu Þjóðhagsstofnunar eða beitt sér gegn því á nokkurn hátt. En nú má gagnrýna.

Hitt er svo annað mál að ófáir framsóknarmenn, ekki sízt í forystu flokksins, hafa stundað það frá því  sl. vor., eftir að það lá fyrir að Framsóknarflokkurinn yrði ekki aðili að næstu ríkisstjórn, að gagnrýna misskiptingu í þjóðfélaginu, svokallaða græðgisvæðingu o.s.frv. og sagt núverandi ríkisstjórn bera ábyrgð á því þó ljóst sé að þeir hitta sig sjálfa fyrir í þeim efnum. Það er einfaldlega eins og Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið í ríkisstjórn a.m.k. síðasta áratuginn.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.12.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband