Geir og Björgvin ósammála um skattamál

Geir H Haarde, hagfræðingur, alþjóðastjórnmálafræðingur og forsætisráðherra, gaf mynduglega út yfirlýsingu um að ekki stæði til að lækka tekjuskatt í bráð. Er það eðlilegt og skynsamlegt, meðan hjól efnahagslífsins snúast jafn hratt og raun ber vitni. Ef um hægist  er eðlilegt að litið verði til þess að lækka tekjuskatt, sérstaklega í ljósi góðrar stöðu ríkissjóðs. Að mínu mati ætti það að vera með hækkun persónuafsláttar, eins og stendur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Þess vegna er það afar undarlegt að samráðherra Geirs í ríkissjórn, Björgvin G Sigurðsson, sagnfræðingur, heimspekingur og viðskiptaráðherra, skuli lýsa því yfir að hækka eigi persónuafsláttinn í tengslum við komandi kjarasamninga.

Þetta er eitthvað það ábyrgðarlausasta sem hann gat látið frá sér fara í stöðunni.

Vissulega ber að stefna að hækkun persónuafsláttar, þegar staða ríkissjóðs og efnahagsaðstæður leyfa það, en að fara óhugsað í það við þær aðstæður sem nú eru uppi geta þær aðgerðir haft þveröfug áhrif á kjör almennings. Aukninn verðbólguþrýstingur nú mun bara valda kjararýrnun, sem étur upp þá kaupmáttaraukningu sem í skattalækkuninni felst á skömmum tíma.

Ríkisstjórnin verður að tala einum rómi í efnahagsmálum. Annars er einfaldlega ekki hægt að taka mark á henni og það eitt og sér eykur óstöðugleika, sem er grafalvarlegt mál.

Ræð Samfylkingunni heilt að lesa eigið kver um efnahagsmál, skrifað af Jóni þeirra Sigurðssyni fyrir síðustu kosningar, þar er víða sagt satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband