Mögnuð skilaboð til Sjávarútvegsráðherra
12.1.2008 | 00:53
Í kjölfar þess að Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt að hann telji að túlka beri niðurstöðu Mannréttindadómstóls SÞ þröngt og telji hæpið að hún eigi að leiða til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu, eru skilaboð Ingibjargar afar áhugaverð, þegar hún telur ástæðu til að taka þurfi fram að taka skuli niðurstöðuna alvarlega.
Þetta eru ekkert annað en bein skilaboð um að EKG eigi að fara sér hægt í yfirlýsingum. Eitthvað sem hennar eigin ráðherrar hafa reyndar ekkert verið neitt of duglegir við...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Sala Landsvirkjunnar kemur ekki til greina
- Fylgi Bjartrar framtíðar
- Vinnulag við fjárlagagerð
- Landsbyggðaskattur
- Verðbólguleiðin?
- Blindir og vanhæfir gullkálfsdansarar
- Hver verða eftirmál þingsályktunartillögunnar?
- Hengjum ekki bakara fyrir smið
- Rangtúlkun Jóhönnu og Samfylkingarinnar á Rannsóknarnefndarsk...
- Furðulegar nornaveiðar í gúrkutíð
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Agnes Ásta
- Albertína Friðbjörg
- Björn Ingi Hrafnsson
- Dofri Hermannsson
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Framsóknarflokkurinn
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Gunnlaugur Stefánsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Sveinn Hjörtur
- Valdimar Sigurjónsson
- Guttormur
- Sigurður Ellert Sigurjónsson
- Agnar Bragi
- Anna Kristinsdóttir
- Ari Jósepsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ásta
- Baldur Fjölnisson
- Baldur Sigurðarson
- Bergur Sigurðsson
- Bergþór Skúlason
- Birgitta Jónsdóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgmundur Örn Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Egill Jóhannsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurbergur Arason
- Einar Vilhjálmsson
- Einar Þór Strand
- Eiríkur Harðarson
- ESB
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- FUF í Reykjavík
- Gísli Tryggvason
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðmundur Andri Skúlason
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Aron Ólason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gústaf Níelsson
- Halldór Borgþórsson
- Hallur Magnússon
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Heiðar Lind Hansson
- Heimir Eyvindarson
- Heimir Tómasson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hermann Einarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhannes Guðnason
- Jóhannes Snævar Haraldsson
- Jóhann Pétur Pétursson
- Jóhann Tryggvi Sigurðsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jónas Egilsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Finnbogason
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jón Snæbjörnsson
- Júlíus Brjánsson
- Karl Hreiðarsson
- Karl V. Matthíasson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Landvernd
- maddaman
- Magnús Guðjónsson
- Magnús Þór Friðriksson
- Marteinn Magnússon
- Morgunblaðið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Páll Gröndal
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ritstjóri
- Samband ungra framsóknarmanna
- S. Einar Sigurðsson
- Sigurður Árnason
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Steinn Hafliðason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Helgason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Vefritid
- viddi
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þráinn Jökull Elísson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ætla að vona það Gestur í ljósi þessa að Framsóknarflokkurinn endurskoði nú
sína stefnu í sjárvarútvegsmálum í grundvallaratriðum. Núverandi stefna er
gjaldþrota eins og virðist með þorkstofninn í sjónum og lagaumhverfið því tengt.
Framsóknarflokkurinn á nú að gjörbreyta stefnu sinni í þessum málum og nálgast
sjónarmiðum Frjálslyndra t.d.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.1.2008 kl. 01:17
Í hverju felast tillögur Frjálslyndra?
Að afnema kvótann og setja sjávarútvegsfyrirtækin á hausinn?
Ég tel þá leið sem Framsókn er á rétta og ekki komst í gegn á síðasta kjörtímabili, að krefjast þess að sameign þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum hennar verði staðfest í stjórnarskrá og Auðlindasjóður sjái um meðferð þeirra auðlinda, þám útdeilingu veiðiheimildar. Líta mætti til veiðireynslu eða viðlíka, en þetta þarf að fara afar vandlega yfir áður en næstu skref verða stigin, en ljóst er að stíga þarf skref, þótt sjávarútvegsráðherra meini annað.
Gestur Guðjónsson, 12.1.2008 kl. 01:20
Sæll Gestur.
Bara að fara að hlusta á talsmenn Frjálslynda flokksins sem hafa öll árin bent á þetta óréttlæti sem þarna er staðfest.
Númer eitt er að setjast að borði endurskoðunar á kerfi sem ekki virkar fyrir land og þjóð.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.1.2008 kl. 04:04
Sæll Gestur. Það er líklegast prakkarinn í mér sem fær mig til að skrifa þessa athugasemd, en mér er næst að skapi að hvetja alla smábátasjómenn, og aðra sjómenn að fara bara og róa.
En það er ekki svo auðvelt því mér sýnist að siðmenning sjómanna vegna brottkasts sé ekki góð. En það er ástæða fyrir því. Ég þekki reyndar ekki þá veiðimennsku að vilja bara stóra fiska.
Ég hef trú á því að Framsóknarflokkurinn skoði þessi mál vel og vandlega, enda er flokkurinn með hugsjón í þessu sem þú nefndir hér að ofan. Það er ágætt að fá stuðning Frjálslyndra í þessum málum og í raun allra annarra.
kveðja,
Sveinn Hjörtur , 12.1.2008 kl. 10:10
...mér finnst Einar ekki vera að taka þetta til sín?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.1.2008 kl. 17:44
Kæri Gestur, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir síðast.
Ég sé að þú ert að rembast við að lofta einhverjum hnullungum til að kasta í Frjálslynda úr viðkvæmu glerhýsi fráfarandi forystu Framsóknarflokksins í sjávarútvegsmálum. Nú er svo komið að sjávarútvegurinn skuldar 300% af ársveltu.
Sigurður Þórðarson, 12.1.2008 kl. 18:03
Ég hef kannski verið full hvatvís í færslunni hér að ofan. Það er mjög langt í næstu kosningar og það er óþarfi að vera í skotgröfunum. Þvert á móti ætti sjórnarandstaðan að fara vandlega yfir málið og finna sameiginlegar áherslur. Allir Íslendingar eiga mikið undir því að vel takist til.
Sigurður Þórðarson, 12.1.2008 kl. 18:18
Sæll Sigurður. Það er hárrétt, að það verður að fara vandlega yfir þetta mál og leysa það með stillingu. Skuldsetning sjávarútvegsins er einmitt það sem taka verður tillit til, um leið og tekið verður tillit til þess óréttlætis sem SÞ tekur afstöðu til í þessum dómi.
Svo ég segi að nú enn og aftur, þá tel ég helsta galla kerfisins, sú breyting sem gerð þegar heimilað var að veðsetja kvótann. Þá fór hann úr því að vera rekstrartengdur yfir í að vera eignatengdur. Ef hægt væri að vinda ofan af því á einhvern hátt, teldi ég meiri líkur á að sátt næðist um kerfið.
Gestur Guðjónsson, 12.1.2008 kl. 21:57
Gestur,
þegar betur er að gáð hefur kvótakerfið lítið eða ekkert með fiskveiðistjórnun að gera, enda er það gagnslaust sem slíkt. Höfuðröksemdin fyrir því er sú að taka toppana þegar þeir gefast og ná hámarksafrakstri stofnanna án áhættu. Það er ekki hægt nema í sóknarstýringu, því annars vita menn aldrei hvað er að gerast. Dæmi: Ef Grænlandsganga kæmi í dag myndi enginn vita af henni en jafnvel þó svo væri gætu menn ekki veitt umfram kvóta án þess að sæta viðurlögum.
Tilgangurinn með kvótakerfinu var þvert á móti að geta veðsett óveiddan fisk. Eða hvern annan tilgang hefur það að setja vannýttar tegundir s.s. skötusel í kvóta eins og gert hefur verið undanfarin ár?
Sigurður Þórðarson, 13.1.2008 kl. 04:21
Kvótakerfið er eitt, ráðgjöf og vísindi hafrannsóknarstofnunar og stjórnsýsla Sjávarútvegsráðuneytisins er annað. Kvótakerfið er verkfæri til að koma vísindunum í framkvæmd.
Minni á t.d. loðnukvótann, þar sem gefinn er út bráðabirgðakvóti sem svo er endurskoðaður. Það er ekkert sem segir að ekki megi gefa út kvóta t.d. á Grænlandsgöngur. Eins teldi ég eðlilegt að gefinn yrði út kvóti á þá stofna sem eru í sjónum í kringum landið.
Tilgangur kerfisins var ekki í upphafi að geta veðsett óveiddan fisk. Það var aðgerð, skammsýn aðgerð sem farið var í til að bjarga bönkum og fyrirtækjum, með þessum afleiðingum.
Gestur Guðjónsson, 13.1.2008 kl. 20:29
Veðsetningar er eitt veiðiaðferðir og fiskifræði annað. Við erum með of margt undir til að ræða það allt. En þetta með Grænlandsgönguna er ekki svo galið dæmi. Auðvitað er ég sammála þér í því að það er fræðilega hægt að gefa út vibótar kvóta. En flestir fiskifræðingar og sjómenn eru sammála um að ekki er mögulegt að gera sér grein fyrir hve mikið af fiski er til staðar nema að flotinn sé að einhverju leyti í sóknarmarki.
Sigurður Þórðarson, 14.1.2008 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.