ESB galdrar sig í átt að loftslagsmarkmiðum sínum

Í ljósi þess að ríkisstjórnin ætlar að fylgja ESB í Kyoto-ferlinu, er rétt að benda á, að á undraverðan hátt hefur hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í ESB hækkað frá 6,38% í 8,5%, án þess að ein einasta vindmylla eða vatnsaflsvirkjun hafi verið byggð. Þannig hafa verið stigin stór skref í átt að markmiði ESB um 20% endurnýjanlega orku fyrir árið 2020, að því að fram kemur á vef danska verkfræðingafélagsins.

Þetta gerist með því að ESB breytti um uppgjörsaðferð, með því að hætta að mæla framleidda orku, en mæla þess í stað selda orku. Markmiðin eru aftur á móti ekki uppfærð, þannig að ESB er þegar farið að veita sjálfu sér afslátt.

Svona til að setja hlutina í samhengi, er þetta sama hlutfall á Íslandi 72% í dag og fer hækkandi með tilkomu Káranhjúkavirkjunar.

Mér finnst sanngjarnt að þetta komi fram, svona þegar á okkur dynur alla daga hversu miklir umhverfissóðar við Íslendingar séum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ölll þessu gróðurhúsaumræða er á  villugötum. Nú spá russneskir vísindamenn
að veðurfar fari að kólna á næsta ári (er bara þegar byrjað sýnist mér)  sem endi
með ísöld seinni hluta aldarinnar. Þarna sé um að ræða áhrifa sólbletta, sem
mnnleg áhrif koma hvergi nærri, en gerist reglulega. Þeir hafa áhrif á virkni
sólarinnar. Benda Rússanir á svökölluðu litlu ísaldar sem stóð  1645-1715. Þá
urðu gríðarlegir kuldar í Evrópu og Bandaríkjunum. Rússarnir eru ekki einir um>
þetta.  Bradley E Schaefer, prófessor við Yale háskóla skrifaði 1997 grein um
þetta í tímaritið Sky & Telescop. Enda þegar maður fer að hugsa rökrétt þá
hlýtur eitthvað svona að vera ástæðan, sbr allir ísborkjarnanir sem sýni öfga-
kenndar svefilur í veðurfari þúsindir ára afur í tíman, án þess að mannskepnan komi þar nærri -  Þannig þetta bull umhverfissinna svokölluðu eru ekkert nema öfgar og vitleysa, og ætla svo að koma í veg fyrir bráðnauðsynilegum framkvæmdum svo hagvöxtur og hagsæld geti haldið áfram.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.1.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband