Evrópuumræðan - stutta útgáfan
2.2.2008 | 13:58
Ég er ekki alveg að átta mig á þessari Evrópuumræðu. Umræðan virðst snúast um það eitt hvort taka eigi upp Evruna sem lögeyri á Íslandi.
Til að geta tekið upp Evruna og til að það sé fýsilegur kostur, þarf efnahagsástandið og efnahagssveiflan að vera í takt við hagkerfið í Evrópu.
Fram hefur komið hjá Utanríkisráðherra, að tækjum við ákvörðun um að sækja um aðild, gætu aðildarviðræður tekið skamman tíma. Talað hefur verið um 6 mánuði í því sambandi.
Margt er að breytast í viðskiptalífi heimsins og það hratt. Ný ríki, eins og Kína og Indland eru að marka sér stað, orkumál heimsins í mikilli gerjun og fjármálamarkaðirnir líka.
Rökrétt ályktun af þessu er að fyrst þarf að ná tökum á efnahagslífinu. Það er alltaf til bóta óháð framhaldinu. Þegar þeim tökum er náð, sem virðist liggja eitthvað inni í framtíðinni mv þann sofandahátt sem ríkisstjórnin viðhefur, er rétt að skoða málið fordómalaust og velja það sem okkur Íslendingum er fyrir bestu, mtt viðskiptakjara, gjaldmiðils, yfirráðum yfir auðlindum o.s.frv. Þá getur vel verið að önnur heimssýn blasi við okkur. Eða ekki...
Evrópusinnar gefa sér að á þeim tímapunkti muni innganga í ESB vera eina rétta lausnin, Heimssýnarmenn gefa sér að á þeim tímapunkti muni staðsetning utan ESB vera eina rétta lausnin.
Það vitum við ekki og þangað til rífast þessir aðilar um keisarans skegg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.