Björn á réttri leið með varaliðið

Ég held að dómsmálaráðherra sé á réttri leið með varaliðshugmyndir sínar. Hann er ekki að gera annað, ef ég skil hann rétt, en að skýra nánari framkvæmd á þeim ákvæðum sem þegar eru í almannavarnarlögum og hafa verið þar síðan 1962 og voru örugglega í þeim lögum sem voru í gildi fyrir gildistöku þeirra laga.

Í 10 gr laganna segir að það sé "borgaraleg skylda þeirra, sem eru á aldrinum 18–65 ára, að gegna, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi, þar sem þeir dveljast, samkvæmt fyrirmælum, er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar. "

í 12 gr laganna segir ennfremur að "Þeir, sem starfa eiga í hjálparliðum, skulu taka þátt í námskeiðum og æfingum, sem þeir hafa verið kvaddir til."

Ef eitthvað kæmi upp á og ekki væri búið að undirbúa mannskap, t.d. í tilfelli inflúensufaraldar, sem kemur fyrr eða síðar, náttúruhamfara eða ef svo ólíklega kæmi til að út brytust óeirðir, sem flokkuðust undir almannavarnarástand, er ég smeykur um að það heyrðust hljóð úr horni.

Þeir sem eru að líkja þessu við hervæðingu eða ámóta eru í pólítískum hráskinnaleik af verstu sort og ættu að skammast sín. Þeim væri nær að hætta að snúa út úr og koma þá fram með betri hugmyndir til að undirbúa samfélagið fyrir almannavarnarástand en að vera með þennan útúrsnúning.

Ég fæ ekki séð annað en að Björn Bjarnason sé að vinna að málinu af ábyrgð.


mbl.is Björgunarsveitarmenn í varalið lögreglu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Björnsson

Er þá verið að tala um "almannavarnarástand" eins og var með mótmælendur við Kárahnjúka, Reyðarfirði, við komu Kínaforseta....?

Var ekki síðast kallað til varalið við mótmælin á Austurvelli vegna inngöngunnar í NATO?

Björgunarsveitir hafa þegar hlutverk ef almannavarnarástand skapast en samkvæmt þeim lögum sem eru í gildi er ekki hægt að skikka fólk í hluti sem viðkomandi telur að séu hættulegir, t.d. að slást við "óeirðarseggi", klífa björg (ef óvanur eða of hættulegt) eða hjúkra manni með fuglaflensu án varna.

Magnús Björnsson, 3.2.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég skil málið ekki þannig að virkja eigi varaliðið um hverja verslunarmannahelgi. Almannavarnarástand er ákvörðun ríkislögreglustjóra og viðkomandi almannavarnarnefndar. Ef þetta ákvæði hefur síðast verið virkjað við inngönguna í NATO sýnir það ekki að menn eigi ekki að vera undirbúnir.

Ef menn eru óundirbúnir, eru nánast allir hlutir hættulegir og það er einmitt það sem þetta varalið eigi að taka á. Að undirbúa almannavarnarástand.

Gestur Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Stefanía

Björn er vanmetnasti ráðherra okkar !

Stefanía, 4.2.2008 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband