Munu vextir lækka að eyddri óvissu um kjarasamninga?

Einhvernvegin skyldi maður ætla að sú óvissa sem eytt hefur verið nú þegar búið er að samþykkja kjarasamninga SA og ASÍ, valdi því að nú geti Seðlabankinn farið að lækka vextina. Nema DO treysti ekki Ögmundi Jónassyni til að gera svipaða samninga og ASÍ fór í. Hann verður að gera það.

Um leið verður ríkisstjórnin að fara í tímabundnar sértækar aðgerðir til að milda þá losun á verðbólguþrýstingi sem óhjákvæmilega verður í kjölfar vaxtalækkunarinnar. Væri hægt að fara í lækkun á virðisaukaskatti, tímabundna lækkun olíu- og bensíngjalds eða aðrar kostnaðarlækkandi aðgerðir. Þær mega alveg vera tímabundnar og líklegast er best að þær séu það. En nú verður ríkisstjórnin að spila með Seðlabankanum og lækka vextina.

Annað er ábyrgðarleysi, skaðlegt heimilunum og fyrirtækjunum.


mbl.is Kjarasamningarnir samþykktir með miklum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband