Árni Mathiesen ræðst gegn löggjafarvaldinu
27.3.2008 | 10:01
Með þessari dæmalaust hrokafullu sendingu til umboðsmanns Alþingis er Árni Mathiesen í mínum augum að viðurkenna að hann hafi ekki viðhaft eðlilega stjórnsýslu við ráðningu héraðsdómarans. Hann veit sem er að álit umboðsmanns Alþingis getur ekki annað en orðið honum óhagstætt og er að undirbúa svör sín við því áliti þegar það kemur.
Hann mun svo segja þegar álitið kemur að hann hafi strax orðið var við hlutdrægni hjá umboðsmanni Alþingis, því sé lítið að marka það og ætlar sér í framhaldinu að gera hann tortryggilegan í augum almennings og reyna að draga þar með úr trúverðugleika álits hans á embættisfærslum sínum.
Um leið er ráðherra í ríkisstjórn Íslands, handhafi framkvæmdavaldsins, að ráðast gegn trúverðugleika einnar af grunnstoðum íslensks stjórnskipulags, löggjafarvaldinu, en umboðsmaður Alþingis er starfsmaður þess.
Þetta er birtingarmynd stóralvarlegrar þróunar sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi, að framkvæmdavaldið er orðið allt of sterkt miðað við löggjafarvaldið og er Árni Mathiesen, með því að leyfa sér þetta algera virðingarleysi, líklegast að endurspegla það viðhorf sem væntanlega er farið að ríkja á þeim bænum.
Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Facebook
Athugasemdir
Sammála hverju orði. Ef ráðherra telur að umboðsmaður Alþingis sé ekki hlutlaus í sínum vinnubrögðum er þá ekki næsta skref að leggja starfið niður?
Sigurður Haukur Gíslason, 27.3.2008 kl. 10:13
Þetta er hvílíkur hroki. Árni er algerlega óhæfur sem ráðherra. En hann tók örugglega ekki ákvörðun um ráðningu Þorsteins..var bara settur í það. En hann er búinn að vera sem stjórnmálamaður.
Hólmdís Hjartardóttir, 27.3.2008 kl. 10:16
Sælir
Árni gekk heldur betur yfir strikið. Nú hefur umboðsmaður eingöngu sýnt fagmennsku í sínum störfum, svo þetta er eins og þú segir...Árni ráðherra sjálfstæðismanna er að undirbúa sig fyrir álit umboðsmanns.
mbk.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:25
Gaurinn ætti að segja af sér, hann er búinn með kvótann
xD endar örugglega sem rjúkandi rústir á endanum, vonandi ef vit er í fólki
DoctorE (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 11:51
Doktor minn, "ef vit er í fólki"?...síðan hvenær er vit?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.3.2008 kl. 12:19
Árni á að segja af sér
Theódór Norðkvist, 27.3.2008 kl. 15:23
..hér segir
Í bréfi Tryggva segir m.a:
„Ég tek það fram að með tilliti til málavaxta í þessu máli hef ég talið rétt að setja af minni hálfu fram ítarlegri spurningar en ég tel að jafnaði þörf á. Þetta geri ég til þess að yður gefist sem best tækifæri til að senda mér skýringar yðar og þar með verði sem bestur grunnur lagður að frekari athugun minni og afgreiðslu á þeim kvörtunum sem mér hafa borist vegna þessa máls."
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/03/27/spurningar_itarlegar_svo_radherrra_fai_taekifaeri_t/Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.3.2008 kl. 17:41
Þannig að maður getur ætlað að Árni hafi þegar verið búinn að mynda sér þessa afstöðu áður en hann fékk bréfið í hendurnar, fyrst hann tekur ekki mark á þessum inngangi að spurningunum. Heitir þetta ekki að kasta steini úr glerhúsi?
Gestur Guðjónsson, 27.3.2008 kl. 18:00
Ég ætla honum það ekki. Hann kunni allavegana til verka við kýrnar í fjósinu heima.
Gestur Guðjónsson, 28.3.2008 kl. 09:17
Árni haga sér eins og hann sé "skertur". Ég held að hann láti vel af stjórn og þá finnst mér spurningin hver stjórnar honum ?
Gott að dýrin lenda ekki í honum, því þau geti ekki komið orði fyrir sig.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 28.3.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.