Geir opinberar Þyrnirósarsvefn sinn

Ég er eiginlega alveg kjaftstopp vegna orða forsætisráðherra í gær. Hann segist ætla að fá erlendan ráðgjafa til að fara yfir virkni peningamálastefnunnar.

Ég hélt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi undanfarin misseri keppst við að segja að þeir væru að fylgjast með gangi mála!

Hvað hefur þá falist í þeim orðum fyrst þeir ætla fyrst núna að fara að skoða virkni peningamálastefnunnar. Hefur það bara verið að skoða tölur? Engin greining, ekkert mat, engin hugleiðing á leiðum til úrbóta? Ætlar ríkisstjórnin sem sagt fyrst að fara að byrja að vinna vinnuna sína núna, tæpu ári eftir að hún tók við?

Það var þá kominn tími til, svo ekki sé meira sagt, en hingað til hefur ríkisstjórnin ekkert gert annað en að vinna á móti peningamálastefnunni, með þenslufjárlögum og afar óskýrum skilaboðum, t.d. í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Sjálfstraustið er heldur ekki meira en svo að ríkisstjórnin ætlar að fá erlendan hlutlausan sérfræðing til að skoða málið. Er það vísbending um ósamkomulag á stjórnarheimilinu?

Allt hefur það aukið vantrú á efnahagslífi þjóðarinnar. Hver borgar? Jú, almenningur.


mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þór Ólason

Það vantar ekki að Geir er fljótur til svara í fjölmiðlum þessa dagana,, en spurning er hvers eðlis innihaldið er..........

Ólafur Þór Ólason, 29.3.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það eru augljóslega átök um peningamálastefnuna og ekki bara innan ríkisstjórnarinnar heldur væntanlega allstaðar þar sem ráðamenn leita ráða - Ef þeir leita til góðra og reyndra manna í útlöndum sem eiga engra hagsmuna að gæta t.d. um að verja fyrri orð sín og ákvarðanir þá er það heldi ég mjög gott mál. - Spurning hvort hver íslenskur ráðamaður um sig taki samt mark á neinu nema því sem bakkar upp þeirra egin skoðanir og réttlætir þeirra fyrri ákvarðanir.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.3.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

æjá þú hefur leiðinlega rétt fyrir þér Helgi. Menn hafa verið að tala um peningamálastefnuna eins og enska fótboltann. Menn halda með því liði sem menn ákváðu í æsku að fylgja, oft á tíðum af tillviljun.

Evrópusinnar og evrópuandstæðingar hafa náð að gelda þessa umræðu um of í blindu trúboði sínu. Því lengur sem menn bíða með ákvarðanir, því sársaukafylltri verður niðurstaðan og færri möguleikar í boði.

Gestur Guðjónsson, 29.3.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: haraldurhar

   Þessi ákvörðun Geirs er það jákvæðasta er ég hef heyrt á síðustu dögum. Vona hún leiði til að stjórn og stjórnendur Seðlabankans, verið skipað í framtíðinni kunnáttumönnum, en ekki eins og nú er pólítiskum uppgjafa þingmönnum, eða sendisveina eins og Helga Guðmundssyni.   Nú er lag.

haraldurhar, 29.3.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hahaha, formaður bankaráðs seðlabankans heitir Halldór Blöndal, formaður bankastjórnarinnar er Davíð Oddsson og númer þrjú þarna er Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þetta tím er beinlínis sérhannað til að gjöreyða trúverðugleika gjaldmiðilsins út á við og því fást núna 0,008 evrur fyrir eina krónu með öðrum orðum krónan er á pari við einn skeinipappírsskammt. Allir heimsins sérfræðingar fá ei þessarri nöturlegu staðreynt breytt.

Baldur Fjölnisson, 29.3.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband