Jeppakallar skapa almannahættu

Nú hafa einhverjir jeppakallar lokað aðkomunni að olíubirgðastöðinni í Örfirisey og eru með framferði sínu að skapa afar hættulegt ástand.

Ég ætla að leyfa mér þann munað að hafa skilning á því að einhverjir telji sig einhverntíma hafa ástæðu til að mótmæla á þann hátt að þeir vilji stöðva eldsneytisdreifingu, en ég hef afar litla samúð með jeppaköllum í því samhengi, það er lífsstíll, ekki nauðsyn.

En ef menn vilja mótmæla verður að gera á þann hátt að það skapi ekki almannahættu. Að vísu hafa íslensku olíufélögin ekkert að gera með hagvöxtinn í Kína, sem er aðalhvatinn að hækkuðu heimsmarkaðsverði á olíu, verðsamráð OPEC ríkjanna, sem ákváðu nýverið að auka ekki framleiðslu sína né auknar umhverfiskröfur til eldsneytisins sem hefur kallað á endurnýjun og endurbyggingu olíuhreinsistöðva. Olíugjaldið og þungaskatturinn, sem renna óskipt til uppbyggingar vegakerfisins og viðhalds á því eru föst krónutala og vaskinn fá vörubílstjórarnir endurgreiddan. Þannig að það sem þeir eru að fara fram á er, að þeir hætti að borga afnotagjald til vegakerfisins eða að ríkisstjórnin hækki gengi krónunnar, sem ég veit ekki betur en að verið sé að reyna, Seðlabankinn amk.

Verktakar sem eru búnir að gera föst tilboð í verk og fá á sig þessar kostnaðarhækkanir eiga mína samúð, en það eru einmitt þeir sem munu verða hvað verst fyrir þessum aðgerðum jeppakallanna í dag, þar sem  verið er að stöðva eldsneytisdreifinguna til þeirra og vélar þeirra munu þá ein af annarri stöðvast í dag.

En þessi mótmæli eru á engan hátt skipulögð þannig að grundvallaröryggismálum sé sinnt. Þeir loka aðkomu slökkviliðs að stöðinni og það má ekki líða, enda um skýrt lögbrot að ræða.

Yfirmenn almannavarna og lögreglan geta ekki setið auðum höndum undir þessu. Þeir verða að sinna öryggishlutverki sínu.


mbl.is Jeppamenn fara hvergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef það verður einhver vá í stöðinni, eldsvoði eða eldhætta, verður slökkvilið að geta komist að. Hver mínúta getur skipt sköpum í því máli og má aldrei slaka á öruggu aðgengi að stöðinni.

Gestur Guðjónsson, 4.4.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Tómas

Það má nú allveg seigja að flest allt í þjóðfélaginu skapi einhverja Vá eða Voða ef þú ætlar að líta svona á hlutina.

Tómas , 4.4.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tómas. Það er ekki sama hvort um er að ræða olíubirgðastöð eða sælgætispökkun.

Garmur. Þetta er ekki rétt hjá þér, olíu og bensíngjaldið rennur óskipt til vegamála. Þú getur séð það á www.fjarlog.is og ríkisreikningi. Vaskurinn rennur svo í ríkissjóð.

Rýming verður að hefjast strax og vera lokið áður en slökkviliðið kemur, sem er um 5 mínútur. Þessir jeppakallar, sem skilja bílana sína mannlausa eftir og öll þvagan sem er fyrir utan hliðið er miklu meira en 5 mínútur að koma sér í burtu.

Ef ríkisstjórnin lækkar álögur á eldsneyti, sem er í sjálfu sér sjónarmið, gæti það haft þrennt í för með sér, þar sem vegirnir hætta ekki að þurfa viðhald og þjónustu og byggja sig ekki upp sjálfir. Að seinka uppbyggingu vegakerfisins eða taka upp greiðslur til Vegagerðarinnar af almennum skatttekjum. Það hefði aftur tvennt í för með sér: Heildarframlög til vegamála yrðu háð duttlungum Alþingis á hverju ári og fagleg sjónarmið, sem hafa átt undir högg að sækja við vegauppbyggingu, færu algerlega fyrir ofan garð og neðan.

Hins vegar eru áhrif olíuverðshækkananna ekki góð fyrir þjóðarbúið, sem og önnur þjóðarbú. Það er alveg rétt.

Gestur Guðjónsson, 4.4.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Heildarramminn sem unnið er með er í það minnsta nokkuð skýr. Það er þeir mörkuðu tekjustofnar sem Vegagerðin hefur í gegnum eldsneytisgjöldin og þungaskattinn.

Þó rifrildi um heildarfjármagnið fari nú ekki að bætast við þvargið um skiptingu þess sem í pottinum er. Nóg er samt.

Gestur Guðjónsson, 4.4.2008 kl. 12:40

5 identicon

Skoðanir okkar eru að renna saman, Gestur. Bendi á Indriða Hauk.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:27

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Takk fyrir ábendinguna á þennan góða pistil Indriða.

Gestur Guðjónsson, 4.4.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband