Sögufalsanir úr Valhöll halda áfram

Illugi Gunnarsson heldur áfram þeim sögufölsunum sem íhaldið hefur ákveðið að viðhafa í atlögu sinni að Íbúðalánasjóði.

Hélt hann því enn og aftur fram að það hefði verið Íbúðalánasjóður sem hefði haft frumkvæðið af því að koma inn á markaðinn með 90% lánin. Það er ekki rétt. Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar stóð að fara ætti í allt að 90% lán með ákveðnu hámarki og útskýrt að það ætti að gera þegar og ef aðstæður í efnahagslífinu leyfðu það.

Þegar þetta var komið inn í stjórnarsáttmálann, ruku bankarnir inn með 90% lán, 100% og hærra, með miklu hærri hámörkun og án þess að fasteignaviðskipti væru að eiga sér stað. Íbúðalánasjóður fylgdi svo á eftir til að tryggja þeim sem bjuggu utan höfuðborgarsvæðis sama rétt og hinna sem bjuggu í þenslunni fyrir sunnan.

Ég hélt að Illugi væri vandaðri í sínum málflutningi en þetta. En hann er náttúrulega bara að hlýða línunni úr Valhöll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jú Dharma, sáttmálinn sagði allt að 90% þegar staðan í efnahagslífinu gæfi tilefni til. Frumkvæðið var bankanna í þessu tilfelli. Í aðdraganda kosninganna sögðust bankarnir alls ekki vera á leiðinni inn á íbúðalánamarkaðinn og var ætlunin að hækka þetta hlutfall hægt og rólega upp í 90%. Það stóð alltaf til að standa við þá fullyrðingu, eins og þú veist Dharma, en þessi breyting varð hins vegar allt of brött og á röngum tíma, eins og við erum að súpa seyðið af núna.

Gestur Guðjónsson, 6.4.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þetta er rétt það ég best veit Gestur, sennilega er þetta svokölluð hentipólítík sem Illuga er nokkuð lagið á stundum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.4.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Dharma. þetta eru gild rök hjá þér og nálgun með forsjárhyggjuna, ef menn eru þannig þenkjandi og það ber að virða. En ef þú ert að lýsa nálgun íhaldsins, á sama íhald ekkert með að vera að mála Íbúðalánasjóð og Framsókn með þessum litum. Það á þar með ekki við, enda framboð bankanna og Íbúðalánasjóðs í framhaldinu ekki gerandi eða ástæða, heldur ákvarðanir þeirra sem nýttu tækifærið til endurfjármögnunnar.

Reyndar er það í sjálfu sér allt í lagi ef fólk væri ekki þegar komið aftur í topp í yfirdrætti.

En ég var ekki annað en að bregðast við rangfærslum Illuga sem var að reyna að klína ástæðum þenslunnar á Íbúðalánasjóð og Framsóknj, sem hlýtur samkvæmt nálgun þinni að lýsa þeirri sömu óþolandi forsjárhyggjuhugsun og þú ert að saka mig um. Kannski ættir þú að byrja á heimavelli og fá þina eigin menn til að hætta þeirri forsjárhyggju sem þú lýsir og virðist forsmá.

Gestur Guðjónsson, 7.4.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband