Ólafur F verður að útskýra mál sitt
16.4.2008 | 09:29
Þessi borgarstjóri okkar Reykvíkinga, sem situr í umboði sjálfs sín og Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknar og Guðni Ágústsson, formaður flokksins séu heiðursmenn og hann eigi ekki við þá, þegar hann segir að framsóknarmenn beri ábyrgð á því hvernig fyrir miðborginni er komið.með því að draga taum og hygla verktökum og peningamönnum sem eru að láta miðborg Reykjavíkur drabbast niður.
Gott og vel. Eftir standa tæplega 12 þúsund framsóknarmenn sem hann á þá við, eða hvað?
Ég skrifaði Ólafi F bréf um daginn, þar sem ég óskaði eftir skýringum á þessu, en hef engin svör fengið. Hann hefur viku í viðbót, samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu.
Þetta eru hrein meiðyrði hjá borgarstjóranum, sem hann verður að draga til baka, ætli hann ekki að fá þau dæmd dauð og ómerk, nema hann útskýri mál sitt.
Duglausir fjölmiðlar þessa lands, þá sérstaklega RÚV ohf, sem birti þessa vitleysu upphaflega, elta hann ekkert uppi og krefja hann um útskýringar. Það hentar líklegast ekki Sjálfstæðisflokknum, svo Páll Magnússon, Bogi Ágústsson, Elín Hirst, Þorsteinn Pálsson, Styrmir Gunnarsson og Ólafur Stephensen láta það alveg eiga sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Obb bobb bobb.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.4.2008 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.