Samfylkingin með sjálfstæða heilbrigðisstefnu

Þýðir þessi yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur um að Samfylkingin hafi sjálfstæða heilbrigðisstefnu að flokkurinn styðji ekki þá stefnu sem Guðlaugur Þór er að framkvæma?

Af hverju telur hún ástæðu til að taka þetta fram?

Af hverju telur Samfylkingin ástæðu til að taka fram að einkavæðing komi ekki til greina í sömu andrá og tekið sé fram að Samfylkingin sé ekki framlenging af Sjálfstæðisflokknum?

Er það vegna þess að við ríkisstjórnarborðið sé Sjálfstæðisflokkurinn að ýta á um að framkvæma einkavæðingarsefnu sína og Samfylkingin sé að sverja íhaldið af sér með þessum fundi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef þessi skrif væru vitlaus og tilhæfulaus, væri formaður Samfylkingarinnar ekki að svara þeim. Það er svo margt skrifað að ef formaður Samfylkingarinnar þætti ástæða til að svara því öllu saman, gerði hún ekki annað.

Þessi viðbrögð virðast því staðfesting á því að einkavæðingarþrýstingurinn frá Sjálfstæðisflokknum sé raunverulegur og Samfylkingin sé að verjast íhaldinu. Ég vona svo sannarlega að hún standi í lappirnar í því máli, því mikið liggur við.

Gestur Guðjónsson, 11.5.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband