Er ríkisstjórnin gengin af göflunum???
12.9.2008 | 00:31
Að stefna Ljósmæðrafélaginu í miðjum kjaraviðræðum er eitthvað það vitlausasta sem ég hef heyrt lengi.
Algerlega fyrir neðan allar hellur.
Svona lagað hlýtur að vera rætt á ríkisstjórnarfundum, svo engin af ráðherrum ríkisstjórnarinnar getur skotið sér undan ábyrgð. Langar að minna á eftirfarandi grein úr lögum um ráðherraábyrgð:
"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."
En 17. gr stjórnarskrárinnar hljóðar:
Það bera allir ráðherrar ábyrgð. Allir:
Geir H Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen, Jóhanna Sigurðardóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björgvin G Sigurðsson, Einar K Guðfinnsson, Kristján L Möller, Björn Bjarnason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Guðlaugur Þ Þórðarson og Össur Skarphéðinsson
Ljósmæður: Uppsagnir löglegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er lítil reisn yfir þessari aðgerð og ríkisstjórninni til vansa.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2008 kl. 00:39
Sæll Gestur.
Það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.9.2008 kl. 00:53
Að sjálfsögðu Gestur er þessi ríkisstjórn fyrir löngu gengin af göflunum.
Engin spurnig. Og í þessu máli varðandi ljósmæður, ber að sjálfsögðu,
,,Jafnaðarmannaflokkur Íslands, Samfylkingin, a.m.k 100% ábyrgð!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 00:57
Nei vinur,
skýringin er sú að sá sem kærði
er GAFLARI.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 01:07
Gott hjá þér að minna á þetta, Gestur.
Jón Valur Jensson, 12.9.2008 kl. 01:07
Var að setja saman myndband um málið.
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.9.2008 kl. 02:38
Allar götur frá því að þessi óskapnaður sem kallar sig ríkisstjórn var sett á laggirnar hefur hún ekki gengið heil til skógar, heldur hefur hún gengið af göflunum. Þetta er hneyksli og ekkert annað. Þetta er eins og köld vatnsgusa og úldin kjötkeppur í andlit allra kvenna í landinu.
365, 12.9.2008 kl. 10:24
Þessi ríkisstjórn er löngu gengin af göflonum ég held að
það sé ekki spurning dagsins,heldur hvað tórir hún lengi.
Frábært myndband hjá Láru Hönnu.
Kristin Á.Arnberg Þórðardottir, 12.9.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.