Menntamálaráðherra auglýsir fatafyrirtæki í grunnskólum
23.9.2008 | 11:00
Ég hélt að það væri almennt viðhorf í samfélaginu að börnum ætti að hlífa við auglýsingum og þá sérstaklega í grunnskólum, þar sem þeim er jú skylt að vera.
Menntamálaráðherra er mér greinilega ekki sammála, en hún hefur tekið sæti formanns dómnefndar í myndbandasamkeppni 66°Norður:
"Rammi keppninnar er 66°Norður og er nemendum í sjálfsvald sett hvernig þeir útfæra myndbandið hvort heldur sem þeir gera auglýsingu eða stuttmynd. Nemendur ráða einnig hvort þeir velja að tengja myndbandið útivistarlínu fyrirtækisins eða vinnufatnaði.
66°Norður útvegar ekki fatnað til þess að nýta við myndbandagerðina heldur er ætlast til þess að nemendurnir nýti eigin fatnað"
Fyrir það fyrsta er verið að fara fram á það að skólarnir auglýsi fatnað frá einu fyrirtæki og svo er nemendum gert skylt að kaupa eða útvega fatnað frá fyrirtækinu til að geta tekið þátt.
Í hvaða stöðu eru grunnskólarnir ef þeir skyldu neita að taka þátt í þessari auglýsingu, þegar menntamálaráðherra er sérstakur verndari auglýsingarinnar?
Hvað er Þorgerður Katrín að hugsa?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða rugl er þetta í kerlingunni er þetta ekki dýrasti fatnaðurinn í dag?
Eiríkur Harðarson, 23.9.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.