Uggvænleg hugmynd Helga Hjörvars

Þessi hugmynd Helga Hjörvars er ekki áhugaverð. Hún er uggvænleg, stenst engan veginn og vekur með manni ugg um að til standi að gefa auðlindir landsins á spottprís og umgengin við landið muni snarversna. Þá í boði Græna netsins.

Það er greinilegt að Samfylkingin er ginnkeyptari fyrir vitleysunni í íhaldinu en Framsókn, enda fögnuðu Sjálfstæðismenn því við upphaf þessa stjórnarsamstarfs, að nú væri hægt að fara í hluti sem ekki hefði verið hægt í fyrri stjórn. Það vekur áhyggjur og ætti að fá miðjuþenkjandi fólk til að hugsa sig um í næstu kosningum.

Í síðasta stjórnarsamstarfi reyndi íhaldið nokkrum sinnum að selja  stefnu um að selja einkaaðilum Landsvirkjun í heild eða bútum, en þær voru jarðaðar jafnharðan af Framsókn og það eru mér mikil vonbrigði að Samfylkingin sé farin að tala um sölu orkuauðlindanna til einkaaðila, enda er auðlindastefna með allt öðrum hætti:

"Þjóðareign á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar verði bundin í stjórnarskrá"

Þetta er nánast orðrétt samhljóða stefnu Framsóknar, svo maður bjóst ekki við þessu, en eins og Helgi Hjörvar viðurkenndi að þá á stefna Samfylkingarinnar ekki við eftir kosningar, þar sem hún væri nú komin í ríkisstjórn. Þar er því greinilega mikill munur á stefnufestu milli þessara flokka.

Ef rekstur virkjana yrði boðin út yrði auðvitað að bjóða út rekstur á heilu vatnasviði í einu, en hugmynd Helga Hjörvars um að semja beint við orkukaupendur um rekstur orkuveranna stenst engan veginn jafnræðiskröfur. Önnur vatnasvið en Jökulsárnar fyrir austan eru ekki með einum meginorkukaupanda, þannig að í raun er þetta eini staðurinn sem hugmynd hans gæti yfirhöfuð gengið upp, stæðist hún lög.

Sömuleiðis yrði ómögulegt að tryggja sömu hugsun í viðhaldi og rekstri virkjana sem leigðar yrðu út til fárra áratuga, meðan að Landsvirkjun getur hugsað í öldum í sínum áætlunum. Á það sérstaklega við um rekstur lónanna.

Maður hlýtur einnig að spyrja sig hvers vegna Samfylkingin telur sig geta treyst einkaaðilum fyrir  öræfum landsins, þegar hún treystir ekki sveitarfélögunum fyrir skipulagsvaldinu, samanber málflutning þeirra í tengslum við landsskipulagsfrumvarpið.

Ef talið væri fýsilegt að losa um fjármagn sem bundið er í Landsvirkjun, væri nær að taka veð í einhverjum af þeim samningum sem Landsvirkjun á við orkukaupendur, eða að semja við lánveitendur um lægra eiginfjárhlutfall. Á þann hátt er tryggt að umgengnin um öræfi landsins verði áfram jafn góð og hingað til, almenningur fengi örugglega allan arð af þeirri orkuauðlind sem hann á og engar spurningar myndu vakna um endurupptöku eignarnámsúrskurða, sem byggðust jú á því að um opinbert fyrirtæki væri að ræða og í því heimild byggir einmitt að almannahagsmunir krefjist þess.


mbl.is Össur: Áhugaverð hugmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta með þér.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: haraldurhar

Sæll Gestur.

    Humynd Helga um að fá einkaaðilum í hendur rekstur raforkuvera, er hið besta mál.  Eg er ekki efins að nettótekjur okkar af virkjunum yrðu miklu meiri í höndum nýrra rekstaraðila. Eins og þú eflaust veist er rekstur flestra eða allra vatnsaflsvirkjanna í Noregi í hönuum einkaaðila, og greiða þeir auðlindagjald af orkusölu sinni.   Eins og þú talar og skifar þá ættir þú að leggja til að öll dreifing og sala á eldsneyti fari undir forsjá ríkisins, þar sem einkaaðilum er ekki treystandi að hlutirnir séu í sómasamlegu lagi. 

haraldurhar, 25.9.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Úr því sem komið er þá er útí hött að fara að selja/leigja út virkjanir, Það voru gerðar ákveðnar arðsemiskröfur til þeirra. Síðan þegar erlend fyrirtæki verða komin með leigusamning, þá reka þau virkjunina þannig að við sitjum uppi í mínus.

Eiríkur Harðarson, 26.9.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eldsneytissalar eru ekki að nýta innlendar auðlindir, né að vinna í þjóðlendum á öræfum landsins, nema auðvitað á framkvæmdatímum.

Þannig að það er ekki líku saman að jafna þar.

Eiríkur: einmitt, af hverju ættu einkaaðilar ekki að reyna að græða á öllu gillinu?

Gestur Guðjónsson, 26.9.2008 kl. 11:09

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Að leigja út rekstur er:

1. lagi vitleysa því sá sem leigt er til mun ekki hugsa til framtíðar. leigjandinn hefur bara takmarkaðn tíma til þess að hagnast og borga skuldir sínar.

2. ég held að samfylkingin vilji búa til einhverskonar brask sjóð svo að pólitíkusarnir geta farið í útrás og ævintýri.

er þetta ekki svipað og þegar þeir komu með tillöguna um að mergsjúga líffeyrisjóðina til að gera eitthvað svipað og þannig taka áhættu með ellilífeyri landsmanna?

annað hvort á selja Landsvirkjun að hluta til eða í heilu lagi eða gera ekki neitt. 

Fannar frá Rifi, 26.9.2008 kl. 15:22

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er svo undarlegt að þetta sé komið úr smiðju Helga Hjörvar að það hlýtur eitthvað óvænt og lúmskt að liggja að baki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.9.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband