Gíslataka Ögmundar í hjartastoppi fjármálalífsins
6.10.2008 | 15:26
Er í Svíþjóð að reynda að fylgjast með málunum. Tók út gjaldeyri í reiðufé í gærkvöldi til öryggis.
En það að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, skuli misnota formennsku sína í BSRB og þá stjórnarsetu sem henni fylgir til að taka ríkisstjórnina í gíslingu og heimta uppskiptingu bankanna, eru þvílík vinnubrögð að mér koma í hug orð sem ekki eiga heima á prenti.
Forsætisráðherra hefur einnig brugðist, með því að ná ekki lendingu í málunu og koma með trúverðuglegt útspil í stöðunni, þrátt fyrir gíslatöku Ögmundar. Annað hvort með því að átta sig ekki á stöðunni eða, ef hann hefur áttað sig á stöðunni, að koma þeim sem að málinu koma í skilning um alvarleika málsins. Það að bregðast við málinu svona seint, þrátt fyrir margendurtekin varnaðarorð, hefur nefnilega gefið þeim sem hjálpað geta, þær ranghugmyndir að þeir séu í einhverri samningsstöðu
Nú er ekkert annað fyrir hann og aðra en að girða sig í brók og koma málum í lag. Það eru allir að tapa. Það getur enginn grætt á svona ástandi.
Í framhaldinu væri svo hægt að fara í æfingar eins og að skipta um ráðherra, stjórn, boða til kosninga og ég veit ekki hvað.
En þegar einhver er í hjartastoppi þýðir ekkert að fárast yfir því hvort hann lifað heilbrigt fram að því eður ei, né hvernig best verði að haga sér í endurhæfingunni. Það verður að hnoða. Ef það er ekki gert, skiptir restin engu máli.
Forsætisráðherra flytur ávarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
Athugasemdir
Hvernir í ósköpunum getur einn maður tekið ríkisstjórn með mikinn þingmeirihluta á bak við sig í gíslingu, jafnvel þó að þessi umræddi maður sé formaður BSRB?
Það má vel til sanns vegar færa, að minnimárrarkennd framsóknarmanna gagnvart Ögmundi Jónassyni er mikil, sjúklega mikil. Enda engin furða, Ögmundur hefur verið duglegur við að fletta ofanan af lygum og falsi framsóknarmanna En að hann geti tekið ríkisstjórnina í gíslingu er þvílíkt kjaftæði að kostulegt er.
Það mætti halda að Gestur Guðjónsson hafi fengið sér einum of mikið neðan í því á knæpunum í Svíþjóð.
Blaðamenn Foldarinnar, 6.10.2008 kl. 16:01
Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar hafa látið efnahagskerfið reka stjórnlaust í meira en áratug. En þú hefur auðvitað fundið sökudólginn. Þetta er allt Ögmundi að kenna! Í alvöru, teldu upp á 10 áður en þú lætur slíkt bull frá þér aftur.
Guðmundur Auðunsson, 6.10.2008 kl. 17:24
Foldarmenn. Gott vaeri ef satt vaeri ad thetta allt saman se eitt fylleryisruss i mer i sverige.
En thad er fyrir nedan allar hellur ad haga ser eins og gammur thegar fjarmalakerfid ridar til falls. Eg er a thvi ad nuverand stjorn eigi ad fa frid til a klara sitt mal, utskyra svo og kryfja. I framhaldinu geta kjosendur fellt sinn dom. Stjornmalalegur glundrodi er thad sidasta sem vid thurfum nuna, thott fyrri liggi ad Geir H Haarde er ansi mikid i skotlinunni nuna.
Gudmundur, greiningu a malinu tharf audvitad ad fara fram, thar sem allt er krufid, en efnahagskerfid hefur ekki fengid ad reka afram stjornlaust. Thad voru allir katir med thad ad skuldir rikisins voru greiddar nidur, en hugsanelga hefdi verid betra ad greida thaer haegar nidur og auka lausafjaradgengid meira.
Arni, utskyrdu mal thitt. Hvernig urdu forsendurnar til i okkar stjornartid
Gestur Guðjónsson, 6.10.2008 kl. 22:41
Nú misminnir þig hrapalega Árni. Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið í ríkisstjórn síðan Hermann Jónasson var forsætisráðherra á síðari hluta sjötta áratugarins. Það var þarna um árið þegar íslendingar færðu fiskveiðilögsöguna út í 12 sjómílur.
-ALy
Blaðamenn Foldarinnar, 9.10.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.