bretar komnir í nýtt þorskastríð
10.10.2008 | 10:06
gordon brown, forsætisráðherra bretlands, hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau gangist í ábyrgðir fyrir allar innistæður breskra aðila hjá íslenskum bönkum í bretlandi. Fer hann fram á 20 milljarða punda í því sambandi.
Hótar hann því að allar eignir íslenskra fyrirtækja verði frystar til að ná fram kröfum sínum.
Það stenst náttúrulega ekki nokkra alþjóðasamninga og lýsir þvílíkri heimsku brown á ögurstundu.
bretland er sem sagt komið í nýtt þorskastríð við Íslendinga, þar sem þorskurinn er gordon brown.
Okkar næsta skref er að skapa ofsahræðslu meðal erlendra fyrirtækja í bretlandi, þannig að þau flýi umvörpum með fjármuni sína. Þau geta náttúrulega ekki treyst bretum fyrir horn með nokkurn hlut eftir þetta. Réttast væri að byrja á því að lista upp þau fyrirtæki í bretlandi sem hafa einhverja tengingu við Ísland, svo væri hægt að fara í tengingar við lönd sem eiga einnig innlánsreikningafyrirtæki í bretlandi. Það myndi þýða algert hrun bresks efnahags.
Öll heimspressan er hér, svo það er auðvelt að koma skilaboðunum á framfæri.
Sendinefnd Breta væntanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Facebook
Athugasemdir
Brown er að gera það sama og Hitler gerði til að þjappa fólkinu saman,Hitler notaði gyðingana eins og Brown notar okkur,sagan á það til að endurtaka sig,þetta er besta leiðin til að beina augum fólksins frá eigin vandamálum bara finna einhvern til að hata.
Hrói Höttur, 10.10.2008 kl. 12:28
Hrói Höttur, 10.10.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.