Mótvægisaðgerðir stýrivaxtahækkunar takk

Það er nauðsynlegt að hafa jákvæða raunstýrivexti til að halda peningum í landinu.

Á hinn bóginn gerir það fyrirtækjum innmögulegt að starfa, ef fjármagn fæst ekki á viðunandi kjörum.

Þess vegna verður ríkisstjórnin að fara í mótvægisaðgerðir til að koma til móts við atvinnulífið vegna þessarar stýrivaxtahækkunar.

Atvinnulífið verður að hafa aðgengi að lánsfé á einhverjum skynsamlegum kjörum til að uppsagnir verði ekki enn yfirgengilegri um þessi og næstu mánaðarmót og fjöldagjaldþrotum í kjölfarið.

Hvaða leið er best að fara veit ég ekki, en aðgengi að fjármagni verður að tryggja.

Hugsanlega væri möguleiki að Seðlabankinn, í gegnum viðskiptabankana, biði fyrirtækjum lán að ákveðinni upphæð á hvern starfsmann á hagstæðum kjörum til 3ja til sex mánaða, allt eftir því hvað menn meta að gjaldeyrisstartið taki langan tíma. Það lán kæmi fremst í veðröðina og fengi stöðu launaskuldar ef fyrirtækið færi í þrot. Á þann hátt þyrftu fyrirtækin ekki að leggja fram eins trygg veð en heldur ekki að segja eins mörgum upp og hagkerfið væri fyrr að ná sér.

Aðrar tillögur eru vel þegnar, en þetta gengur ekki svona.


mbl.is Óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Verðbólguhraðinn núna er amk. 30% og vaxandi augljóslega. Krónan er í raun gufuð upp og það eina sem kemur fyrir að hún hrynji opinberlega um tugi prósenta, ásamt meðf. óðaverðbólgu, er að það er ekki verslað með hana. Þetta hangir sem orðið sagt saman á lyginni einni saman enda staðfastir og mjög svo sjúkir og skemmdir raðlygarar sem eru við völd.

Baldur Fjölnisson, 29.10.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tímabundinn gengissamningur við Evrópubankann, þar sem báðir bankar tryggja tiltekið gengi krónunnar væri besta lausnin í stöðunni.

Í framhaldinu sæktum við um aðild að ESB og eftir að inn er komið, að góðum samningi gefnum, er hægt að gera tilsvarandi samning og gerður var við Dani.

Sá samningur yrði í gildi meðan við næðum Maastricht skilyrðunum og gætum tekið upp evru.

Gestur Guðjónsson, 29.10.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: haraldurhar

Gestur það er einfaldlega ekki hægt að hafa raunstýrivexti á Íslandi í dag, vextir ættu að lækka strax í nótt niður í 5%, og taka lánskjaravísitölunna úr sambandi einning.  Eg tel að nauðsynleg sé að gengið fari aftur á flot, og fái að ská sig á eðlilegum vöxtum. Það er einugis gott að hafa lágt gengi meðan verið er að greiða upp Jöklabréfinn, og er því er lokið mun kr. okkar aftur fara styrkjast í takt við auknar þjóðartekjur og minni innfluting.  Allt er betra en atvinnuleysi.  Lán fyrirtækja og einstaklinga þarf að frysta meðan með þessi bylgja gengur yfir.

haraldurhar, 29.10.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Haraldur: Þótt það væri þægileg tilhugsun að frysta lán, er mér spurn hvort hægt sé að frysta greiðslur til fjármagnseigenda. Í hvaða stöðu yrðu þeir þá í staðin?

Gestur Guðjónsson, 29.10.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já, og trúlega verður það niðurstaðan á endanum.  Seðlabanki Evrópu lætur Geir og Dabba og dýralækninn hlaupa út um allt og verða sér til skammar í vonlausu snapi í fallít bú og þegar þessir raðlygarar hafa endanlega logið sig frá völdum og hillir undir einhverja aðila við stjórn hér sem eru viðræðuhæfir munu koma raunhæfar lausnir frá Evrópu. Landið er gjaldþrota en er samt mjög svo áhugaverð og raunar eðlileg viðbót við Evrópusambandið. Það væri vel leggjandi segjum 300 milljörðum evra í að koma fólksfjölda hér í 1-1.5 milljón á næstu 20 árum.

Baldur Fjölnisson, 29.10.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Landið er náttúrulega ekki gjaldþrota.

Við erum bara ekki með gjaldmiðil.

Gestur Guðjónsson, 29.10.2008 kl. 22:39

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Að vísu er Evrópa sjálf á leið á hausinn ásamt restinni af hinum vestræna og frjálsa heimi og kann það vel að tefja þessar nauðsynlegu ráðstafanir. En þetta er jú bara sýndarveruleiki og það er hægt að stroka út skuldir og eignir og byrja upp á nýtt, það var jú vitlaust gefið eins og skáldið sagði.

Baldur Fjölnisson, 29.10.2008 kl. 22:43

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Landið er algjörlega fallít Gestur og eins gott að feisa það. Það er greinilega risavandamál en veruleikahönnnarmaskína pólitíkusa og ruslpósts (sem enginn heilvita maðir kallar lengur því hátíðlega nafni fjölmiðla) neitar enn að horfast í augu við veruleikann sem við blasir. Menn hafa logið og svikið áfram vonlaust ástand og ættu auðvitað að vera á bak við lás og slá í þá þágu almannaöryggis en þessi ruslahaugur allur starfar aðallega að því að forða sjálfum sér frá því og reynir að halda almenningi rólegum á meðan restin af eigum hans gufar upp.

Baldur Fjölnisson, 29.10.2008 kl. 22:53

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það var eitthvað meiriháttar vændisgagnasummit um helgina og fulltrúar valinna ruslveita funduðu með aðstoðargögnum ráðherra til að leggja línurnar um lygavændi á næstunni. 

Baldur Fjölnisson, 29.10.2008 kl. 23:00

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég finn fyrir ákveðinni svartsýni hjá þér Baldur, jafnvel örlar á neikvæðni.

Við skulum muna: Þetta fer allt saman einhvernvegin, jafnvel þótt margir séu efins um þá meðan á því stendur.

Gestur Guðjónsson, 29.10.2008 kl. 23:02

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gestur, ég var að tala um komandi gjaldþrot bankanna og ríkissjóðs í vor og reyndar líka á síðasta ári. Það er óhollt að lifa við lygar og tilbúinn auglýsingaveruleika og því fyrr sem við losum okkur við fólk úr valdastólum sem er fast í því fari því betra. Ég tel raðlygara vera afar neikvætt fyrirbæri og raunar siðlaust og tel þá vera afar skaðlega en það er bara mitt álit að sjálfsögðu.

Baldur Fjölnisson, 29.10.2008 kl. 23:13

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að þegar eitt þjóðfélag er orðið að mestu hórudrifið að ofan þá muni hórurnar loks lögleiða vændi fyrst og fremst til þess í örvæntingu að reyna að slá vopnin úr höndum þeirra sem benda á opinbera hóruvæðingu. Það var fyrir löngu hægt að keyra Hummer um afturendann á þessu leppadóti sem hér er við völd og nú snapar það í ræsinu um allan heim en enginn lítur við því, síðast er það að reyna að nudda sér upp við Kínverja en þeir hafa varla mikla lyst frekar en aðrir.

Baldur Fjölnisson, 29.10.2008 kl. 23:22

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er hræðilegra en tárum taki þar sem málið snýst um fólk og brotnar fjölskyldur og ótal heimili þar sem helsta umræðuefnið við eldhúsborðið, eilífar skuldareddingar, rak loks endanlega í strand fyrir byr tilbúinna lyga ásamt öllu fokking þjóðarbúinu. Þegar lygamaskínan getur ekki lengur haldið fólki sofandi hvað gerist þá? Landinn er kurteis og vel upp alinn og ótrúlega þolinmóður. Mun byltingin hér á landi birtast í krónískum mótmælum og munu þúsundir einfaldlega hætta að borga vonlausu svikakerfi? Mun kerfið hrynja vegna þessað menn munu ignorera það? Only time will tell.

Baldur Fjölnisson, 30.10.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband